Iðjuþjálfun

Helstu verkefni iðjuþjálfa í skólanum eru að efla þátttöku nemenda við skólatengd verk, aðlögun umhverfis og viðfangsefna, ráðgjöf til nemenda, foreldra, kennara og annars starfsfólks,  útvegun hjálpatækja, vinna við einstaklinsnámskrárgerð, þjálfun (skynhreyfiþjálfun, fínhreyfiþjálfun, skriftarþjálfun) og að aðlaga skólahúsgögn að hverjum nemanda fyrir sig. Iðjuþjálfun hentar t.d. ofvirkum börn með/án athyglisbrests, börnum með slæma skynúrvinnslu (grip á skriffæri, setstöðu, erfiðleika við sjónræna úrvinnslu), börnum með klunnalegar hreyfingar (gróf- og fínhreyfingar, litla samhæfingu í hreyfingum), börnum með slaka félagsfærni og þroskahömluðum og fötluðum börnum.

Beiðnir berast til iðjuþjálfa frá kennurum, foreldrum og öðrum um að skoða stöðu barns og veita ráðgjöf.  Til þess eru notuð matstæki eins og Movement Assessment Battery for Children 2, Sensory Profile, Sænskt fínhreyfimat og fleira. Við niðurstöðu matstækisins er ákveðin þörf á iðjuþjálfun og áframhaldandi íhlutun skipulögð.

 

Iðjuþjálfi er í leyfi skólaárið 2019 - 2020.