Dagur læsis

Ávinningurinn af lestri er mikill og því er mikilvægt að viðhalda áhuga nemenda á lestri með fjölbreyttum verkefnum tengdum lestri. Það getur verið áhugavert að skrifa nýjan endi á sögu eða velta því fyrir sér hvort einhver muni vilja lesa ákveðna bók eftir 100 ár. Svo má líka taka saman lista yfir allt sem lesið er á einum degi eða setja sig í spor sögupersónu og skrifa stutta dagbókarfærslu eftir viðburðaríkan dag í söguheimi!