Kennsla í Covid

Skólastarf er ein af grunnstoðum samfélagsins. Skólar hafa meðal annars það hlutverk að auka jöfnuð og vernda börn. Starfsfólk skólanna hefur unnið þrekvirki við að styðja við nemendur á þessum óvissutímum. Íslenskt samfélag tekst nú á við miklar áskoranir vegna heimsfaraldurs COVID-19. Gripið hefur verið til aðgerða sem eiga sér engin fordæmi á lýðveldistímum sem meðal annars snúa að skólastarfi í landinu. Öryggi og heilsa nemenda og starfsfólks er fyrir öllu.
Lesa meira

Niðurstöður samræmdra könnunarprófa

Nemendur sjöunda bekkjar fengu í dag afhentar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum. Nemendur fjórða bekkjar fá niðurstöður sínar á morgun. Fyrirlögnin var með rafrænum á haustdögum og gekk ágætlega. Prófin mæla afmarkaða þætti og því ætti að líta á einkunnina sem afmarkaða einkunn. Raðeinkunn sem birtist líka á vitnisburðinum segir mest til um gengi nemandans. Raðeinkunnin segir til um hvar nemandinn stendur í samanburði við alla sem tóku prófið.
Lesa meira

Breytt skólahald / School changes

(set your language at top of page - right side) Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum í samræmi við reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Skólanum hefur verið skipt í fimm hólf og nemendum í námshópa innan hólfa. Það er markmið okkar að valda eins litlu raski á skólastarfi og kostur er og að nemendur njóti menntunar. Þá er aukin áhersla á þrif og grímuskylda á nemendur í fimmta til og með tíunda bekk þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra regluna. Auk þess ber starfsfólk grímu við störf sín. Öll utankomandi umgengni um skólann er óheimil nema með leyfi stjórnenda.
Lesa meira

Breyting á skólahaldi

Það er ljóst að skólahald mun taka einhverjum breytingum vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Stjórnendur skólans munu undirbúa breytt skólahald og gefa út seinnipart næstkomandi þriðjudag. Við biðjum því foreldra að fylgjast með heimasíðu, facebook síðu skólans og tölvupósti þegar nær dregur.
Lesa meira

Tölfræði er skemmtileg

Síðustu daga hafa nemendur sjöunda bekkjar framkvæmt stærðfræðiverkefni þar sem unnið er með tölfræðiupplýsingar um nemendur skólans. Nemendur Borgarhólsskóla eru 290. Þar af eru 147 stelpur og 143 strákar. Flestar stelpur eru í 5. og 7. bekk eða 18 en flestir strákar eru í 8. bekk, 20 talsins. Fæstar stelpur eru hins vegar í 4. bekk, 8 talsins og fæstir eru strákar strákarnir eru í 3., 9. og 10. bekk eða 12 talsins.
Lesa meira

Að kryfja íslenska lambið

Nemendur tíunda bekkjar fengu það verkefni að kryfja nokkur líffæri íslenska lambsins. Verkefnið er liður í líffræðikennslu nemenda á unglingastigi. Nemendur fá tækifæri til að sjá, þreifa á og opna líffæri eins lifur, lungu, nýru, hjarta og eistu. Norðlenska varð okkur út um líffærin og þökkum við kærlega fyrir það.
Lesa meira

Fisk á minn disk

Heimilisfræði er eitt vinsælasta fagið í skólanum. Í skylduvalgreinum er rúmlega einn af hverjum þremur nemendum í heimilisfræði. Í kennslustund dagsins fengu nemendur það verkefni að útbúa fallegan fisk á disk. Nemendum var skipt í minni hópa þar sem reynir á samvinnu og sköpun. Hver hópur fékk grunnefni til að vinna með; þorskstykki, kartöflur, smjördeig, maísflögur, rauð- og vorlauk og gulrót. Auk þess hafði hver hópur aðgang að allskonar hráefnum, kryddi, sósugerðarefnum og öðrum bragðefnum.
Lesa meira

Húsin á Húsavík

Áttundi, níundi og tíundi bekkur fóru í stutta vettvangsferð um Húsavík að skoða gömul, uppgerð og horfin hús. Í kennslustund sem nefnist Kastljós er kastljósinu beint að ýmsum samtíma viðfangsefnum. Hugmyndafræðin er að kenna samtímasögu og -menningu. Þannig að nemendur átti sig á umhverfi sínu og því sem er að gerast í veröldinni.
Lesa meira

Sóttvarnir - framhald skólastarfs

Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum. Það er mikilvægt að halda vöku sinni og fara varlega þrátt fyrir fá smit á okkar svæði. Breytingar fela í sér að verja nemendur og starfsfólk og fækka smitleiðum. Við leggjum ríka áherslu að skólastarf nemenda taki eins litlum breytingum og kostur er. Sömuleiðis munum við efla sótthreinsun og þrif í skólanum og hefur hlutverk skólaliða aldrei verið eins mikilvægur hlekkur í skólastarfi og nú.
Lesa meira

Ostabakki úr útidyrahurð.

Árið 1960 var nýtt skólahús tekið í notkun á Húsavík og fluttu þá bæði Barna- og Gagnfræðaskólinn í húsnæðið sem nú er elsti hluti Borgarhólsskóla. Í upphafi skólaárs var skipt um útidyr og -hurð í innganginum frá Borgarhóli. Þar er nú rafknúin skynjarahurð í stað gömlu tréhurðarinnar sem við teljum að hafi verið síðan 1960.
Lesa meira