Endurskin að gjöf

Alþjóðlegi forvarnardagurinn var haldinn síðastliðinn miðvikudag, 6. október. Þá var skólinn lokaður og bæði nemendur og starfsfólk heima við, í ákveðnu forvarnarskyni. En í tilefni dagsins þá ákvað björgunarsveitin Garðar á Húsavík að gefa öllum börnum endurskinsmerki. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur (gangandi, hjólandi) illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða og er notkun endurskinsmerkja þess vegna nauðsynleg.
Lesa meira

Skóli á morgun – school tomorrow – jutro szkoła

Hefðbundið skólahald hefst á morgun, mánudaginn 11. október. Margir nemendur og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í sóttkví. Þá var nokkuð um smit innan skólans. Með lokun skólans liðna viku er talið að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari smit. Ekki greindust frekari smit um helgina. Við þökkum kærlega þá samvinnu sem hefur einkennt þessa viku til að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Starfsemi skólamötuneytis og Frístundar verður með eðlilegum hætti.
Lesa meira

Enginn skóli út vikuna – No school this week - Nie ma szkoły w tym tygodniu.

Skólahald hefur verið fellt niður þessa vikuna. Vonast er til að skólastarf geti hafist næstkomandi mánudag, 11. október, með eðlilegum hætti. Þetta er gert í ljósi ástandsins í samfélaginu er varðar heimsfaraldur covid-19 og sóttkvíar hjá stórum hópi starfsfólks. Sömuleiðis er Frístund lokuð.
Lesa meira

Enginn skóli – no school - Brak szkoły

Enginn skóli á morgun né þriðjudag. No school tomorrow and Tuesday. Poniedziałek nie ma szkoły i we wtorek też nie ma szkoły
Lesa meira

Covid smit meðal nemenda

Það eru staðfest covid smit meðal nemenda Borgarhólsskóla. Nemendur og starfsfólk viðkomandi teyma fara í sóttkví samkvæmt fyrirmælum frá smitrakningarteymi almannavarna. Við óskum eftir að allir hugi vel að persónulegum sóttvörnum næstu daga. Nemendur komi ekki í skólann hafi þeir einhver af eftirtöldum einkennum: hiti, hósti, kvefeinkenni, hálsbólga, slappleiki, þreyta, höfuðverkur, bein-/vöðvaverkir, skyndileg breyting á lyktar- eða bragðskyni, kviðverkir og niðurgangur.
Lesa meira

Skólaskógur við Grundarhól

Skólinn sótti um í Yrkjusjóði en Yrkja er sjóður æskunnar til ræktunar landsins sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Skógræktarfélag Íslands heldur utan um sjóðinn. Skólinn sótti um í sjóðinn síðast fyrir meira en áratug en það er vilji til að koma upp skólaskógi í nágrenni skólans. Svæðið austur af Grundarhól við Strandberg varð fyrir valinu en þangað er stutta að fara.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Lesa meira

Nemendur fegra skólalóðina

Fjölbreytni og líflegt umhverfi eru mikilvægir þættir í tilveru barna. Í listasmiðju og myndmennt hafa nemendur sjöunda bekkjar síðastliðnar vikur skreytt skólalóðina okkar.
Lesa meira

Lalli & töframaðurinn

Yngri nemendur skólans fóru á leiksýningu í Sal skólans í morgun. Verkefnið List fyrir alla er verkefni stjórnvalda til að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista. Verkefninu er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Lesa meira

Þjóðleikhúsið býður í leikhús

Sýningin Vloggið á vegum Þjóðleikhússins er á ferð um landið. Unglingum hringinn í kringum landið er boðið á sýningu. Unglingarnir okkar fengu boð um að sjá sýninguna en hún fjallar um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandveituna Youtube. En þau Konráð og Sirrý eru með mikilvæg skilaboð út í alheiminn í von um heimsfrægð. Að minnsta kosti að bjarga nokkrum unglingum frá glötun. Matthías Tryggvi Haraldsson er höfund verksins og leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Þau Konráð og Sirrý, eru leikin af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur. Sýnt var í Gamla Samkomuhúsinu á Húsavík.
Lesa meira