05.02.2025
Hver er menntun foreldra þinna, tekur þú þátt í skipulögðu félags- og tómstundastarfi eða hversu sammála ertu eftirfarandi fullyrðingum? Borgarhólsskóli tekur þátt í rannsókn Menntavísindastofnunar HÍ sem kallast Íslenska æskulýðsrannsóknin sem er framkvæmt fyrir mennta og barnamálaráðuneyti á grundvelli æskulýðslaga. Ungt fólk er framtíð samfélagsins og því er mikilvægt að skilja þarfir þeirra og hvernig á að stuðla að þróun þeirra. Rannsóknir geta varpa ljósi á áhættur, tækifæri og þá möguleika sem eru fyrir ungt fólk í skóla, starfi og samfélaginu í heild.
Lesa meira
04.02.2025
Í síðasta ári veitti barna- og menntamálaráðherra styrk í verkefni sem fólst í að efla læsi í landsbyggðunum á miðstigi. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, ferðast um landið til að ræða við nememdur fimmta, sjötta og sjöunda bekkjar um læsi og lesa fyrir nemendur með góðum árangri.
Lesa meira
31.01.2025
Að læra nýtt tungumál, upplifa nýja menningu og þroskast sem einstaklingur. Samkvæmt Hagstofunni fara áralega um þúsund einstaklingar erlendis í skiptinám. Nemendur áttunda, níunda og tíunda fengu heimsókn frá alþjóðlegu samtökunum AFS, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, um skiptinám hverskonar. Samtökin eru sjálfboðaliðasamtök sem stuðla að friði og tengja saman menningarheima.
Lesa meira
31.01.2025
Menntamálastofnun hóf þróun á nýjum og samræmdum lesfimiviðmiðum fyrir 1.-10. bekk grunnskóla árið 2015, sem hluti af verkefninu Lesferill. Lesfimi felur í sér færni sem tengist leshraða, nákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Markmiðið með lesfimiviðmiðum er að mæla og bæta lesfimi nemenda með því að setja fram almenn viðmið sem sýna framfarir frá einum bekk til annars.
Lesa meira
10.01.2025
Í næstu viku, þrettánda til sautjánda janúar ætlum við í lestrarátak öðru sinni á þessu skólaári. Við hvetjum nemendur og starfsfólk til að lesa bæði heima og í vinnunni til að safna mínútum. Að lestri loknum eru mínútur skráðar.
Lesa meira
03.01.2025
Undanfarin ár höfum við nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla látið gott af okkur leiða og látið fé rakna til góðgerðarmála. Í stað þess að nemendur og starfsfólk skiptist á gjöfum á Litlu jólum fékk hver nemandi afhent umslag til að fara með heim og setja í það pening. Það er hverjum og einum frjálst hversu há upphæð fer í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum nú 179.599 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel. Sjóðurinn úthlutar þrívegis á ári hverju, fyrir páska, að hausti og fyrir jól.
Lesa meira
20.12.2024
Starfsfólk Borgarhólsskóla óskar nemendum, foreldrum og velunnurum skólans gleðilegra jóla. Bestu þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina.
Lesa meira
10.12.2024
Það er árviss viðburður í Borgarhólsskóla að nemendur sjöunda bekkjar sækja jólatréð sem prýðir Sal skólans. Það er ekki yfir langan veg að fara en tréð sem er hið myndarlegasta er sótt í skógræktina í Melnum í Húsavíkurfjalli. Nemendur fóru ásamt kennurum að sækja tréð sem starfsmaður Þjónustustöðvar Norðurþings var búinn að velja.
Lesa meira
06.12.2024
Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira
05.12.2024
Umferðarfræðsla er mikilvæg af mörgum ástæðum, þar sem hún getur haft veruleg áhrif á öryggi allra sem ferðast í umferðinni. Stærðfræði getur hjálpað okkur að lýsa, mæla og skilja form og eiginleika þeirra. Form eru grundvallaratriði í stærðfræði, bæði þegar kemur að rúmfræði og öðrum sviðum og stærðfræðin býður upp á verkfæri til að skilja hvernig þessi form virka, hvernig þau tengjast hvert öðru og hvernig við getum reiknað eiginleika þeirra.
Lesa meira