07.10.2025
Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2025. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Lesa meira
06.10.2025
Loftmyndir og myndbönd af himni gefa aðra og nýja sýn á tilveruna. Nýlega gaf fyrirtækið Gentle Giants skólanum dróna til afnota. Tækið mun nýtast vel til að sýna frá starfi skólans á meira lifandi og fjölbreyttari hátt.
Lesa meira
05.10.2025
Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið lært um blóðrásakerfi. Eftir fræðilega innlögn og lestur er mikilvægt að kanna hlutina með verklegum æfingum. Nemendur fengu að skoða svínahjörtu og skoða hvernig það er uppbyggt. Nemendur áttu að greina gáttir og hvolf, hvernig hjartalokur virka og öðlast þannig betri skilning á starfsemi hjartans.
Lesa meira
30.09.2025
Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eiga allir skólar að fylgja ákveðinni uppeldisstefnu. Jákvæður agi er fyrir öll, jafnt börn sem fullorðna og getur nýst afar vel í öllum mannlegum samskiptum. Frá því að ákveðið var að taka upp stefnuna árið 2011 hefur starfsfólk tvívegis farið erlendis til að læra og leggja rækt við stefnuna sem gengur út á að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Lesa meira
25.09.2025
Starfsfólk Borgarhólsskóla og leikskólans Grænuvalla sækja reglulega sameiginleg námskeið til að efla samstarf og miðla þekkingu milli skólastiga. Þessi námskeið skapa tækifæri til að deila reynslu, læra nýjar kennsluaðferðir og styrkja tengsl leik- og grunnskóla. Slíkt samstarf stuðlar að faglegri þróun kennara, eykur sköpunargleði í kennslu og jákvæðu lærdómsumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk.
Lesa meira
25.09.2025
Undanfarin haust hafa skólar hafið lestrarátök sem tengist gjarnan fyrsta lesfimiprófinu sem allir nemendur á landsvísu þreyta. Skólinn tekur nú þátt í lestrarkeppni grunnskólanna sem er ætlað nemendum fyrsta til sjöunda bekkjar og stendur yfir frá fimmtánda september og fimmtánda október. Keppnin ber nafni Svakalega lestrarkeppnin.
Lesa meira
24.09.2025
Nemendur fjórða bekkjar læra um eldfjallaeyjuna Ísland og nota kennslubókina Halló heimur. Þar er m.a. unnið með kort og áttir, landshluta, há- og láglendi, stærstu vötnin og hvar fólkið býr. Samhliða þessu er unnið með hnitakerfi og mælingar í stærðfræði. Þetta rímar við áherslur barnamenningarhátíðar sem fór fram á Húsavík fyrir skemmstu.
Lesa meira
24.09.2025
Við erum í miðri íþróttaviku Evrópu og margskonar viðburðir í tengslum við það í boði. Ólympíuhlaup ÍSÍ for fram kringum skólann í gær. Hlaupið kallaðist áður Norræna skólahlaupið og hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.
Lesa meira
12.09.2025
Útikennsla veitir óhefðbundin tækifæri í menntun. Námið fer þá fram utan hefðbundinnar kennslustofu, er hluti af náttúrunni eða samfélaginu hvar umhverfið er nýtt til kennslu. Líta má á námið sem reynslunám enda umhverfið sjálf, náttúra, þéttbýlisumhverfi, landslag o.fl. grundvöllur kennslunnar.
Lesa meira
10.09.2025
Sveppatínsla er bæði skemmtileg og gagnleg. Hún krefst hinsvegar þekkingar enda eru sveppir fjölbreyttir, ýmist bragðgóðir og næringaríkir eða þeir sem valda meltingartruflunum og banvænir. Þá er mikilvægt að greina þar á milli.
Lesa meira