Dagur íslenskrar náttúru

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.
Lesa meira

Nemendur fegra skólalóðina

Fjölbreytni og líflegt umhverfi eru mikilvægir þættir í tilveru barna. Í listasmiðju og myndmennt hafa nemendur sjöunda bekkjar síðastliðnar vikur skreytt skólalóðina okkar.
Lesa meira

Lalli & töframaðurinn

Yngri nemendur skólans fóru á leiksýningu í Sal skólans í morgun. Verkefnið List fyrir alla er verkefni stjórnvalda til að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista. Verkefninu er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Lesa meira

Þjóðleikhúsið býður í leikhús

Sýningin Vloggið á vegum Þjóðleikhússins er á ferð um landið. Unglingum hringinn í kringum landið er boðið á sýningu. Unglingarnir okkar fengu boð um að sjá sýninguna en hún fjallar um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandveituna Youtube. En þau Konráð og Sirrý eru með mikilvæg skilaboð út í alheiminn í von um heimsfrægð. Að minnsta kosti að bjarga nokkrum unglingum frá glötun. Matthías Tryggvi Haraldsson er höfund verksins og leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Þau Konráð og Sirrý, eru leikin af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur. Sýnt var í Gamla Samkomuhúsinu á Húsavík.
Lesa meira

Notendahandbók fyrir mentor – aðstandendur

Mentor-kerfið heldur utan um nám nemenda. Uppfærð handbók fyrir aðstandendur hefur verið uppfærð og nú aðgengileg HÉR á íslensku og ensku HÉR. Í gegnum Mentor fylgjast aðstandendur með skólastarfinu annað hvort í gegnum vefinn eða nota appið.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Engar hnetur í skólann

Skólastarf er hafið venju samkvæmt og að mörgu að hyggja. Matseðill liggur fyrir, hafragrauturinn á sínum stað sem og ávextirnir. Í upphafi skólaárs viljum við taka fram að vegna bráðaofnæmis nemanda fyrir hnetum biðjum við foreldra að senda börn sín alls ekki með hnetur í skólann. Við munum sömuleiðis taka tillit til þess í mötuneytinu.
Lesa meira

Skólinn iðar af lífi á ný – skólaárið hafið

Börn bregða á leik, spark í bolta, hlátrasköll og heljarstökk á ærslabelgnum. Já, nýtt skólaár er hafið og skólinn iðar af lífi. Hér eru allir í mismunandi störfum og allir hafa sín hlutverk. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem leysir Þórgunni Reykjalín af sem skólastjóri bauð foreldra, nemendur og starfsfólk velkomin til starfa.
Lesa meira

Notar barnið þitt skóla­töskuna rétt?

Fræðslu- og kynningarnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands sendi frá sér grein í dag varðandi notkun á skólatöskunni. Við hvetjum foreldra til að skoða skólatösku barna sinna reglulega og huga að þeim atriðum sem talin eru upp hér að neðan.
Lesa meira

Upphaf skólaárs

Skólabyrjun verður með nokkuð hefðbundnum hætti þetta skólaárið. Fyrsti skóladagur er næstkomandi mánudag, 24. ágúst. Nemendur í fyrsta, öðrum og þriðja bekk mæta í skólann kl. 8:30. Nemendur í fjórða til og með sjöunda bekk mæta í skólann kl. 9:15 og nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk mæta í skólann kl. 10:00.
Lesa meira