Bekkjarfundir

Bekkjarfundir eru grundvallaratriði í framkvæmd stefnunnar því að þar fá nemendur tækifæri til að æfa framangreind atriði í öruggu umhverfi. Því er lögð mikil áhersla á að kenna rétta framkvæmd þeirra, þeir séu haldnir eftir settum reglum og nægilega oft.

Í framkvæmd bekkjarfundanna er lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Við myndum hring

  • Við veitum hrós og viðurkenningar

  • Við vinnum skv. ákveðinni dagskrá

  • Við þróum samskiptahæfnina með æfingum

  • Við lærum um mismunandi skynjun / veruleika

  • Við lærum um fjórar ástæður þess að fólk gerir það sem það gerir

  • Við æfum hlutverkaleiki og hugstormun

  • Við einbeitum okkur að lausnum án refsinga

Stefnunni fylgja einnig fleiri atriði eins og að starfsmenn læri að skilja ástæður óæskilegrar hegðunar nemenda, að samskipti þeirra við nemendur séu hvetjandi, að byggt sé upp traust og gott samband milli heimila og skóla, að starfsmenn vinni saman í teymum og hjálpist að við að finna lausnir á
vandamálum sem upp koma, og síðast en ekki síst gerir hugmyndafræðin ráð fyrir að kennarar tileinki sér fjölmargar hagnýtar aðferðir við bekkjarstjórnun en þær eru eftirfarandi:

  • Að gefa nemendum ákveðna valkosti

  • Að fela nemendum ákveðin verkefni eða ábyrgð í skólanum/kennslustofunni

  • Þrautalausnir

  • Eftirfylgni með virðingu og reisn

  • Spyrja (ekki segja) "hvað", hvers vegna" og "hvernig"

  • Leiðbeinandi spurningar

  • Gera ekkert (augljósar afleiðingar)

  • Ákveða hvað við gerum

  • Segja NEI með virðingu og reisn

  • Framkvæma meira - tala minna

  • Setja alla í sama bátinn

  • Jákvæð einvera nemenda