10. bekkur og stuttmyndir í dönsku

Nemendur í tíunda bekk lásu söguna Pigen med det blå hår í dönskutímum og unnu stuttmyndaverkefni úr sögunni. Eftir lesturinn unnu nemendur í hópum og byrjuðu á að gera handrit úr sögunni þar sem aðalatriðin koma fram. Handritinu var skilað til kennara sem fór yfir málfræðina og hvort gott flæði væri í sögunni. Að því loknu voru framburðaræfingar og loks var tími kominn til að taka upp.

Verkefni sem þetta tekur á lestri og lesskilningi, ritun og framburði auk samvinnu og tæknilegra þátta. Hér má sjá myndband eins hópsins; heiti myndarinnar er Pigen med det lilla hår en ekki blå hår og mun ástæðan skýrast þegar horft er á myndbandið.

Smellið á myndina til að sjá myndbandið


Athugasemdir