Fréttir

Nemendur blóta Þorrann

Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en blótið var haldið í gærkveldi með pompi og prakt.
Lesa meira

Nemendur með íslensku sem annað tungumál

Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál. Tæplega einn af hverjum fimm nemendum skólans er með íslenskuna sem annað tungumál með einum eða öðrum hætti. Það eru 54 nemendur sem tala samtals fjórtán tungumál.
Lesa meira

Börn og netmiðlar

Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna.
Lesa meira

Jólakveðja starfsfólks Borgarhólsskóla - Gleðileg jól

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði. Þökkum gott samstarf á liðnu ári. Jólakveðja, starfsfólk Borgarhólsskóla. Kennsla hefst að óbreyttu á nýju ári þriðjudaginn 3.janúar skv. stundaskrá.
Lesa meira

Afhendum Velferðarsjóði Þingeyinga framlag okkar

Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Undanfarin ár hafa nemendur haldið pakkapúkk fyrir jólin og skipst á gjöfum. Gildi þessarar hefðar hefur dvínað. Við viljum engu að síður nýta kraftinn sem býr í hugtakinu, sælla er að gefa en þiggja. Sem dæmi; ef starfsfólk Borgahólsskóla heldur jólapúkk þar sem hver kemur með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira

Litlu jól og jólafrí

Litlu jólin eru notaleg hefð í mörgum grunnskólum landsins. Þau voru nú með hefðbundu sniði og án takmarkana sem er ánægjulegt. Í upphafi dags komu allir nemendur skólans saman á söngsal og var öllum boðið upp á kakó í dag. Nemendur spiluðu, tók þátt í bingó og hittu jólasveinana úr Dimmuborgum sem sprelluðu með nemendum á Sal og kringum jólatré skólans.
Lesa meira

Skylduvalgreinar til vors

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.
Lesa meira

Jólaskap á jólasöngsal

Í morgun var opni jólasöngsalurinn í skólanum. Öllum nemendum býðst að koma og syngja jólalögin sem og gestum og gangandi. Við þökkum þeim sem komu að syngja með okkur kærlega fyrir komuna. Sérstaklega nemendum af leikskólanum Grænuvöllum sem kíktu í heimsókn á jólasöngsal. Nemendur tóku vel undir í söng og hægt að komast í jólaskapið undir ljúfum jólatónum.
Lesa meira

Aðventubocciamót skólans

Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar tóku þátt í aðventubocciamóti í dag. Mótið er nú haldið í annað sinn. Þátttaka var mjög góð og var keppt í þremur riðlum. Markmiðið með mótinu er að skapa ánægjulega samveru og gleðistundir. Allir keppendur fengu þátttöku verðlaun sem var hin glæsilegasta bollakaka. Starfsfólk Íþróttahallinnar aðstoðuðu við dómgæslu. Vonandi er mótið hluti af komutíma jóla og fastur liður í skólastarfinu fyrir jól.
Lesa meira

Heimsókn frá Slökkviliði Norðurþings

Nemendur þriðja bekkjar fengu nýlega góða heimsókn frá Eldvarnareftirliti og Slökkviliði Norðurþings. Þeir Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og Rúnar Traustason, varðstjóri voru með fræðsluerindi um eldvarnir. Fyrir jól er fólk hvatt til að skipta um batterí í reykskynjurum, huga að kertaskreytingum o.fl.
Lesa meira