Fréttir

Íslensku menntaverðlaunin 2025

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum í vikunni. Verkefnið Lítil skref á leið til læsis hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni varðandi málörvun og læsi. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla, leikskólans Grænuvalla, Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Natöschu Damen sjúkraþjálfara. Beinist verkefnið að auknu samráði kennara á milli skólastiga, öflugi foreldrafræðslu og aðkomu sjúkraþjálfara.
Lesa meira

Hælkrókur og sniðglíma

Þjóðaríþrótt Íslendinga er Glíma. Glíma er íþrótt sem reynir á tækni, snerpu, líkamlegt atgervi og fimi. Í glímu eigast við tveir einstaklingar með tök í belti og reyna að leggja hvorn annan með byltu án þess að missa jafnvægið sjálfir. Saga glímu spannar tímann frá landnámi til dagsins í dag og hefur haft áhrif á sögu og menningu Íslendinga svo um munar.
Lesa meira

Jól í skókassa til Úkraínu

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Mig langar til að kitla þig í tærnar...

Yngstu nemendum skólans var boðið á listviðburð í morgunsárið í Salnum. Sýningin Jazz hrekkur er á vegum List fyrir alla. En List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
Lesa meira

Pablo Picasso í myndmennt

Það þroskar hugann og eykur menningarlæsi að læra myndlist. En nemendur fimmta bekkjar voru að læra um Pablo Picasso og listastefnuna Kúbismi í vikunni. Picasso var einn af frumkvöðlum þessarar stefnu þar sem reglur um fjarvídd og form eru brotnar. Jafnframt er hugmyndafræðin sú að myndefnið er sýnt út frá mörgum sjónarhornum á sama myndfletinum.
Lesa meira

Hringekja kennslustundar

Skólastarf Borgarhólsskóla er mjög fjölbreytt. Nemendur annars bekkjar fara gjarnan í hringekju í náminu. Við innlit í eina kennslustund var stöðvavinna í gangi. Nemendur fóru á milli stöðva þar sem unnið var með stafi og íslensk fjöll, önnur þar sem unnið var í osmo sem er upplýsingatækni og stærðfræði og loks stöð hvar unnið er með félagsfærni, virka hlustun og virðingu.
Lesa meira

Efnahvarfið og eldgos

Nemendur tíunda bekkjar hafa undanfarið verið að læra efnafræði. Þau hafa kynnt sér lotukerfið, eignleika efna og hvernig mismunandi frumefni tengjast og mynda ný efni. Til að tengja fræðin við verklega kennslu bjuggu þau til eigin eldfjall. Nemendum var skipt í hópa, föndruðu fjallaðið með flösku í miðju fjallsins og blönduðu saman matarsóda, ediki og matarlit. Við það gýs, það myndast gas og vökvi gusast upp úr fjallinu.
Lesa meira

Heimsókn frá skólaþingi Alþingis

Á Skólaþingi Alþingis fara grunnskólanemendur í hlutverk þingmanna. Unnið er með ákveðin málefni sem leidd eru til lykta með starfsháttum og verkferlum Alþingis. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.
Lesa meira

Blásið í lungu

Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið fjallað um mannslíkamann í náttúrugreinum. Umfjöllun og námið hefst á blóðrásarkerfinu. Að því loknu er farið í öndunarfærin; hvernig lungu flytja súrefni um allan líkamann og koltvísýring út. Til að rýna betur í málið og kafa dýpra í viðfangsefnið var blásið í lungu.
Lesa meira

Skák & mát

Skák er bæði spennandi og skemmtileg. Hún er hugræn áskorun sem þjálfar hugann í að hugsa fyrirfram, áætla og leysa verkefni. Hún stuðlar að þroska sjálfstjórnar og sálræns þols. Skákin hefur félagsleg gildi þar sem keppt er við andstæðinginn með kunnáttu og reynslu, allt frá byrjanda til meistara.
Lesa meira