12.09.2025
Útikennsla veitir óhefðbundin tækifæri í menntun. Námið fer þá fram utan hefðbundinnar kennslustofu, er hluti af náttúrunni eða samfélaginu hvar umhverfið er nýtt til kennslu. Líta má á námið sem reynslunám enda umhverfið sjálf, náttúra, þéttbýlisumhverfi, landslag o.fl. grundvöllur kennslunnar.
Lesa meira
10.09.2025
Sveppatínsla er bæði skemmtileg og gagnleg. Hún krefst hinsvegar þekkingar enda eru sveppir fjölbreyttir, ýmist bragðgóðir og næringaríkir eða þeir sem valda meltingartruflunum og banvænir. Þá er mikilvægt að greina þar á milli.
Lesa meira
05.09.2025
Við höfum opnað nýja vefsíðu fyrir verkefnið Lítil skref á leið til læsis í samstarfi við Grænuvelli. Verkefnið er samstarfsverkefni leik- og grunnskóla á Húsavík í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýst um að byggja brú milli skólastiga og styðja við læsisnám barna frá leikskóla yfir í grunnskóla. Núna hafa nýjir nemendur og foreldrar bæst í hópinn.
Lesa meira
29.08.2025
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri eða skemmri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda. Við gripum veðurblíðu vikunnar daginn fyrir höfuðdag en samkvæmt gamalli veðurtrú bregður vanalega veðráttu á þeim degi og helst hin sama í 20 daga.
Lesa meira
25.08.2025
Það er ánægjulegt að sjá nemendur mæta á hjóli í skólann. Flest allir nemendur bera hjálm sem er sömuleiðis gleðilegt. Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra að eiga samtal heima fyrir um að virða eigur annarra, s.s. hjól og hlaupahjól sem standa fyrir utan skólann. Sérstaklega að ræða hversu hættulegt það er að losa skrúfur og losa um dekk og annað í þeim dúr.
Lesa meira
21.08.2025
Börn bregða á leik, spark í bolta, hlátrasköll og heljarstökk á ærslabelgnum. Já, nýtt skólaár er hafið og skólinn iðar af lífi. Hér eru öll í mismunandi störfum og hafa sín hlutverk. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu. Það er alltaf sérstakur dagur að koma saman á fyrsta degi, spennt, forvitin og kannski smá kvíðin að hefja nýjan kafla í skólasamfélaginu. Þetta er ný byrjun, ný tækifæri, nýjir vinir og nýjar áskoranir.
Lesa meira
19.08.2025
Tilveran kemst nú í fastari skorður og skólastarf að hefjast. Skólabyrjun er með nokkuð hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur verður næstkomandi fimmtudag kl. 9:00 fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar og nemendur 5. – 10. bekkjar mæta í skólann kl. 10:15. Við ráðgerum að hefja skólastarfið utandyra við eina inngang nemenda í skólann, við gamla inngang að sunnanverðu. Öll munu ganga inn um þann inngang í upphafi skólaárs vegna framkvæmda.
Lesa meira
12.08.2025
Nanna Möller hefur verið ráðin tímabundið í starf deildarstjóra við skólann. Hún útskrifaðist með B.Ed árið 2012 og M.Ed árið 2014 með áherslu á stærðfræðikennslu. Hún hefur starfað sem kennari síðan og frá árinu 2019 við Borgarhólsskóla. Hún hefur m.a. sinnt umsjónarkennslu á mið- og unglingastigi ásamt því að stýra innra mati skólans. Við bjóðum hana velkomna til starfans.
Lesa meira
01.07.2025
Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 11. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar eins og netföng starfsfólks og fleira hér á heimasíðu skólans. Jafnframt er bent á Norðurþing, sjá www.nordurthing.is.
Lesa meira
16.06.2025
Í lok skólagöngunnar á hverju skólaári safna nemendur tíunda bekkjar fyrir skólaferðalagi. Það hefur verið hefðbundið síðastliðin ár með upplifun og ævintýrum. Stór hluti af kostnaði er ferðakostnaður og gisting. Skólaferðalagið má líta á sem lok ákveðinna tímamóta, styrkja vináttubönd og skapa minningar. Sömuleiðis að læra og upplifa nýja hluti og efla sjálfstæði nemenda.
Lesa meira