Fréttir

Plöntur til manneldis

Nemendur sjötta bekkjar voru að fræðast um lífsferil plantna, sveppi og fléttur og náttúru Íslands. Unnin voru verkefni því tengdu, orðaforðinn efldur og nýttu náttúruna til að skapa hverskonar listaverk úr því sem má finna úti í náttúrunni, laufblöð, greinar eða hverskonar gróður. Samhliða þessu fylgjast nemendur með plöntu vaxa frá fræi til fullvaxta plöntu.
Lesa meira

Frá aðalfundi Foreldrafélags skólans

Sterkustu bandamenn skóla eru foreldrar. Aðalfundur foreldrafélags skólans fór fram í gær. Stjórn félagins kynnti starfsemi þess, rætt var um leiðir til að efla foreldrasamfélagið og leiðir til að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.
Lesa meira

Löng hefð fyrir salarskemmtun

Það er löng hefð fyrir salarskemmtunum í Borgarhólsskóla. Nemendur skipuleggja skemmtun fyrir samnemendur og aðstandendur. Markmið með þessum skemmtunum er m.a. að auka sjálfstraust og öðlast færni í að koma fram fyrir áhorfenur. Sömuleiðis að æfa félagsfærni og stuðla að sköpunargáfu. Fyrir utan hið augljósa að nemendur njóti þess að skemmta sér og öðrum. Skemmtun er grunnþáttur í lífinu sem stuðlar að andlegu heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Að kenna lykilhæfni

Yfir hvaða hæfni og færniþáttum þarf einstaklingur að búa? Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um lykilhæfni. Henni er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og tengjast öllum námssviðum. Lykilhæfni snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mati á eigin námi.
Lesa meira

210% bæting í blaðsíðusöfnun

Við kynnum með gleði og stolti árangur okkar í lestrarátaki liðinnar viku. Markmið okkar var að lesa meira en 2500 blaðsíður en niðurstaðan var langt umfram væntingar, um 210% bæting frá fyrra árið eða 7117 blaðsíður sem nemendur og starfsfólk lásu á bókasafninu okkar.
Lesa meira

Eignir unga fólksins

Með auknum fjölda tækja sem ungmenni hafa meðferðis í skóla er mikilvægt að gera sér grein fyrir virði þeirra. Við viljum að tæki og tól séu örugg í skólanum. Við beinum því til foreldra að ræða um þetta heima fyrir og leiðbeini börnum sínum um mikilvægi þessa.
Lesa meira

Lestrarátak í næstu viku

Í næstu viku, dagana 16. til 20. september, verður lestrarátak í skólanum okkar. Við ætlum að endurtaka leikinn frá því á síðasta skólaári með því að safna blaðsíðum sem við lesum. Á síðasta skólaári söfnuðum við 2299 blaðsíðum og markmiðið nú er að bæta það og ná meira en 2500 blaðsíðum. Í átakinu felst að koma á safnið, setjast niður og lesa.
Lesa meira

Sameiginleg glæpasaga á degi bókasafna

Bókasafn veitir aðgang að þekkingu og fjölbreyttu efni. Rými til rannsókna og stuðningur við alla menntun. Sömuleiðis menningarleg varðveisla og stafrænt aðgengi. Bókasöfn eru líka samfélagslegur vettvangur og mikilvæg bæði einstaklingum og samfélaginu öllu.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu áttunda september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það er mikil umræða um læsi og lestur í íslensku samfélagi. Það skiptir máli að vekja athygli á mikilvægi læsis. Fjöldi rannsókna sýna að þátttaka foreldra í námi barna sinna styrkir þau í lestri.
Lesa meira

Stútfullt Ólympíuhlaup ÍSÍ af metnaði

Það blés hressilega þegar Ólympíuhlaup ÍSÍ for fram kringum skólann í gær. Hlaupið kallaðist áður Norræna skólahlaupið og hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.
Lesa meira