Fréttir

Einn skemmtilegasti dagurinn í skólastarfinu

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Sjóminjahúsinu á Húsavík. Tólf sjöundubekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira

Frumur í nýju ljósi

Frumur eru minnsta starfandi eining lífsins en samt lykillinn að öllum lífverum á Jörðinni. Þær eru ósýnilegar berum augum en stýra öllu í líkamanum. Nemendur áttunda og níunda hafa verið að rannsaka frumur hverskonar.
Lesa meira

Móttaka vegna Íslensku menntaverðlaunanna

Verkefnið Lítil skref á leið til læsis sem er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla og Grænuvalla í samstarfi við sjúkraþjálfa hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin 2025. Að því tilefni bauð sveitarstjórn Norðurþings starfsfólki skólanna og samstarfsaðilum til móttöku í Sjóminjasafninu á Húsavík hvar boðið var upp á tónlist, léttar veitingar og ávörp.
Lesa meira

Heillandi himingeimur

Alheimurinn blasir við í Borgarhólsskóla. Þemaviku er lokið þar sem himingeimurinn var þemað enda heillandi veröld utan Jarðarinnar eða Tellus. Nemendur og starfsfólk hafa kannað leyndardóma himingeimsins. Lífleg stemming í skólanum og fjölbreytt verkefni. Þyngdarlögmálið, braut plánetanna í okkar sólkerfi, himinljósaskoðun og hverskonar sköpun og litagleði. Hver veit nema hér leynist framtíðar geimvísindaeinstaklingur?
Lesa meira

Æfðu bruna- og rýmingaráætlun

Með reglulegum æfingum verður viðbragð fólks hraðara, dregur úr misskilningi og ruglingi og tryggir en öll komist örugg út. Sekúndur geta skipt máli. En í dag héldum við bruna- og rýmingaræfingu í samstarfi við Slökkvilið Norðurþings. Við erum að endurskoða rýmingaráætlun og liður í því er að æfa hana og síðan beturumbæta. Þá er mikilvægt að öll fái sameiginlega mynd og viðbrögð samræmd.
Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin 2025

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum í vikunni. Verkefnið Lítil skref á leið til læsis hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni varðandi málörvun og læsi. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla, leikskólans Grænuvalla, Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Natöschu Damen sjúkraþjálfara. Beinist verkefnið að auknu samráði kennara á milli skólastiga, öflugi foreldrafræðslu og aðkomu sjúkraþjálfara.
Lesa meira

Hælkrókur og sniðglíma

Þjóðaríþrótt Íslendinga er Glíma. Glíma er íþrótt sem reynir á tækni, snerpu, líkamlegt atgervi og fimi. Í glímu eigast við tveir einstaklingar með tök í belti og reyna að leggja hvorn annan með byltu án þess að missa jafnvægið sjálfir. Saga glímu spannar tímann frá landnámi til dagsins í dag og hefur haft áhrif á sögu og menningu Íslendinga svo um munar.
Lesa meira

Jól í skókassa til Úkraínu

Skólinn tekur venju samkvæmt þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það markar gjarnan upphaf jólanna í skólanum. Það eru KFUM og KFUK samtökin sem halda utan um verkefnið. Verkefnið er alþjóðlegt og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Lesa meira

Mig langar til að kitla þig í tærnar...

Yngstu nemendum skólans var boðið á listviðburð í morgunsárið í Salnum. Sýningin Jazz hrekkur er á vegum List fyrir alla. En List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
Lesa meira