Fréttir

Sendu mér SMS

Nemendur tíunda bekkjar frumsýndu verkið Sendu mér SMS í Gamla Samkomuhúsinu í dag. En liður í fjáröflun þeirra er uppsetning á leikriti. Karen Erludóttir leikstýrði og í hljómsveit eru þeir Daníel Borgþórsson, Jón Gunnar Stefánsson og Ragnar Hermannsson en Daníel og Ragnar eru foreldrar í árgangnum. Sögusviðið er töðugjaldadansleikur í ónefndu félagsheimili úti á landi þar sem margar litríkar persónur koma við sögu. Tónlist og söngur er því í miklu aðalhlutverki en tengt saman með spaugi og stuttum atriðum. Höfundar verksins eru þeir Bjartmar Hannesson og Hafsteinn Þórisson.
Lesa meira

Hættulegur leikur á belgnum

Ærslabelgurinn býður upp á ýmsa leiki og fjör. Það er mikilvægt að kenna börnum góða leiki. Því miður hefur það gerst að stórum steinum og grjóti hefur verið komið fyrir á belgnum og svo er farið að hoppa. Grjótið kastast til og frá og af þessu hafa orðið slys. Við biðjum foreldra að ræða þetta heima fyrir og það gerum við einnig hér í skólanum. Ástæða þess að við erum að nefna þetta hér er að þessi leikur fer að miklu leyti fram utan skóla tíma.
Lesa meira

Heimabærinn minn – á Sal

Það var spenna í lofti og tilhlökkun vegna afhendingar Óskarsverðlaunanna. Þar var atriðið við lagið Husavik my hometown frumflutt en atriðið var tekið upp á Húsavík á dögunum. Lagið var tilnefnt sem besta lagið í kvikmynd. Stúlkur í fimmta bekk skólans voru þátttakendur í verkefninu og voru samfélagi sínu og skóla til mikils sóma. Yngstu nemendur skólans komu saman á Sal til að horfa á Óskarsverðlaunaatriðið en margir höfðu séð atriðið frumflutt í gærkveldi. Þeir sungu svo lagið saman og við heyrum smá bút úr laginu hér að neðan.
Lesa meira

Óskar á mánudaginn

Næstkomandi sunnudagskvöld verður bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlauna í Hollywood. Hátíðin er stærsta hátíð sinnar tegundar og mikið um dýrðir. Það er óþarfi að fjölyrða um þá Íslands- og Húsavíkurtengingu sem er við hátíðina. Nægir að nefna að stúlkur í fimmta bekk skólans koma þar fram.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Niðurstöður framhaldskönnunar meðal foreldra

Skólapúlsinn er tæki til að meta gæði skólastarfs. Úrtak allra aðila skólasamfélagsins svara spurningakönnun á tveggja til þriggja ára fresti, þ.e. foreldrar, nemendur og starfsfólk. Skólapúlsinn er áreiðanlegt sjálfsmat fyrir lifandi skólastarf. Þess vegna þarf að rýna í niðurstöður og gaumgæfa hvar eru tækifæri til að gera betur.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Skólaárinu 2020-2021 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2021 - 2022 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira

Skólahald eftir páska - School after Easter

Ný reglugerð um skólahald gildir til 15. apríl næstkomandi. Nemendur grunnskóla eru undanþegnir bæði grímuskyldu og nálægðartakmörkunum. Hámarksfjöldi í rými er 50 en heimilt að gera undantekningar í sameiginlegum rýmum s.s. í anddyri og mötuneyti.
Lesa meira

Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að allir eigi ánægjulegar stundir heima við. Hömlur um skólastarf í grunnskólum gildir til 31. mars. Við munum upplýsa skólasamfélagið um framhald skólahalds þegar mynd er komin á framhaldið. Þeir eru margir málshættirnir og HÉR má finna upplýsingar um málshætti og skemmtileg verkefni þeim tengd, eins og Dropinn holar ekki steininn með valdi heldur með því að falla stöðugt.
Lesa meira

Löng hefð fyrir söngsal

Söngsalir eru skemmtilegur hluti af skólastarfinu. Það að koma fram á sal á sér langa sögu í Borgarhólsskóla hvort sem er um nemendaskemmtanir að ræða eða til að syngja. Yngri nemendur skólans hafa undirbúið salarskemmtanir ásamt kennurum sínum hvort sem er lestur ljóða, söngur, leikþættir eða annað fleira skemmtilegt. Nemendur í tónlistarnámi hafa komið fram enda hæg heimatökin með Tónlistarskóla Húsavíkur hér innanhúss.
Lesa meira