Fréttir

Við styrkjum Velferðarsjóð Þingeyinga

Undanfarin ár höfum við nemendur og starfsfólk Borgarhólsskóla látið gott af okkur leiða og látið fé rakna til góðgerðarmála. Í stað þess að nemendur og starfsfólk skiptist á gjöfum á Litlu jólum fékk hver nemandi afhent umslag til að fara með heim og setja í það pening. Það er hverjum og einum frjálst hversu há upphæð fer í umslagið kjósi viðkomandi að styrkja málefnið. Stjórnendur skólans völdu að framlag skólans renni í Velferðarsjóð Þingeyinga, bæði nemenda og starfsfólks. Skólinn afhendir Velferðarsjóðnum að þessu sinni 166.040 kr. frá nemendum og starfsfólki sem nýtist vonandi vel. Sjóðurinn úthlutar þrívegis á ári hverju, fyrir páska, að hausti og fyrir jól.
Lesa meira

Gamla hefðin að skrifa jólakort

Uppruni þess að skrifa og senda jólakort má rekja til Englands þegar Henry Cole nokkur lét prenta fyrsta jólakortið árið 1843 í þeim tilgangi að óska vinum og vandamönnum gleðilegra jóla á einfaldan og kurteisan hátt. Hugmyndin sló strax í gegn og breiddist hefðin út um alla Norður-Ameríku og Evrópu. Tilgangurinn er að viðhalda tengslum, sýna kurteisi og hlýju, deila óskum og friði.
Lesa meira

Eldvarnir í þriðja bekk

Nýlega kom Slökkvilið Norðurþings í heimsókn og voru með fræðslu um eldvarnir fyrir þriðja bekk. Nemendur fræddust um helstu eldhættur sem leynast á heimilum og hvernig bregðast eigi við ef upp kemur eldur.
Lesa meira

Talið niður til jóla

Sú skemmtilega hefð hefur skapast meðal unglinganna að þeim býðst að telja niður í aðventunni með vísnagátum. Heilinn elskar áskoranir og spennan við andartakið þegar viðkomandi fattar svarið er gefandi. En nemendur reyna að leysa gátu dagsins og skapast gjarnan skemmtilegar umræður og miklar vangaveltur um mögulega rétt svar. Svörunum er safnað saman og dregið verður úr réttum svörum á litlu jólum.
Lesa meira

Hlaðborð á dönsku

Danskan er nytjatungumál og opnar raunhæfa möguleika til frekara náms í Danmörku enda eiga Íslendingar söguleg og lagaleg tengsl við Dani. Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um kennslu í öðru erlendu tungumáli á eftir ensku frá sjöunda og upp í tíunda bekk. Danskan uppfyllir þær kröfur og allflestir skólar sem nota danska tungu til að ná því skilyrði og því orðið að sjálfgefinni lausn.
Lesa meira

Einn skemmtilegasti dagurinn í skólastarfinu

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Sjóminjahúsinu á Húsavík. Tólf sjöundubekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira

Frumur í nýju ljósi

Frumur eru minnsta starfandi eining lífsins en samt lykillinn að öllum lífverum á Jörðinni. Þær eru ósýnilegar berum augum en stýra öllu í líkamanum. Nemendur áttunda og níunda hafa verið að rannsaka frumur hverskonar.
Lesa meira

Móttaka vegna Íslensku menntaverðlaunanna

Verkefnið Lítil skref á leið til læsis sem er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla og Grænuvalla í samstarfi við sjúkraþjálfa hlaut nýlega íslensku menntaverðlaunin 2025. Að því tilefni bauð sveitarstjórn Norðurþings starfsfólki skólanna og samstarfsaðilum til móttöku í Sjóminjasafninu á Húsavík hvar boðið var upp á tónlist, léttar veitingar og ávörp.
Lesa meira

Heillandi himingeimur

Alheimurinn blasir við í Borgarhólsskóla. Þemaviku er lokið þar sem himingeimurinn var þemað enda heillandi veröld utan Jarðarinnar eða Tellus. Nemendur og starfsfólk hafa kannað leyndardóma himingeimsins. Lífleg stemming í skólanum og fjölbreytt verkefni. Þyngdarlögmálið, braut plánetanna í okkar sólkerfi, himinljósaskoðun og hverskonar sköpun og litagleði. Hver veit nema hér leynist framtíðar geimvísindaeinstaklingur?
Lesa meira