Fréttir

Ráðin deildarstjóri

Nanna Möller hefur verið ráðin tímabundið í starf deildarstjóra við skólann. Hún útskrifaðist með B.Ed árið 2012 og M.Ed árið 2014 með áherslu á stærðfræðikennslu. Hún hefur starfað sem kennari síðan og frá árinu 2019 við Borgarhólsskóla. Hún hefur m.a. sinnt umsjónarkennslu á mið- og unglingastigi ásamt því að stýra innra mati skólans. Við bjóðum hana velkomna til starfans.
Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 11. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar eins og netföng starfsfólks og fleira hér á heimasíðu skólans. Jafnframt er bent á Norðurþing, sjá www.nordurthing.is.
Lesa meira

Uppskera tíunda bekkjar

Í lok skólagöngunnar á hverju skólaári safna nemendur tíunda bekkjar fyrir skólaferðalagi. Það hefur verið hefðbundið síðastliðin ár með upplifun og ævintýrum. Stór hluti af kostnaði er ferðakostnaður og gisting. Skólaferðalagið má líta á sem lok ákveðinna tímamóta, styrkja vináttubönd og skapa minningar. Sömuleiðis að læra og upplifa nýja hluti og efla sjálfstæði nemenda.
Lesa meira

Borgarhólsskóli hlýtur veglegan styrk fyrir þróunarverkefni

Í vikunni voru veittir styrkir úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla en samtals hluti 30 skólaþróunarverkefni styrki fyrir komandi skólaár. Sjóðurinn styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkaomndi skólastiga. Í voru áherslusvið sjóðsins þrjú; leikur sem leið til náms, gervigreind og læsi sem grunnþáttur menntunar.
Lesa meira

Árangur augljós - til hvers að lesa?

Að lesa og viðhalda lestri er grunnurinn að allri okkar nálgun á þekkingu og í samfélaginu almennt. Að skilja umhverfi sitt og hagnýta allt sem tilveran hefur upp á að bjóða. Það er mikilvægt að börn og ungmenni lesi heima, ekki bara til að þjálfa eigin lesfimi heldur líka til að byggja upp orðaforða þannig að þau öðlist góða tilfinningu fyrir rituðu máli.
Lesa meira

Skólaárinu lokið hjá nemendum

Skólaárinu 2024-2025 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hverskonar uppbroti. Í hádeginu var boðið í pylsupartý þó ekki væri veður fyrir grill og glens utandyra.
Lesa meira

Útskrift úr grunnskóla - til hamingju

Íslenski fáninn blaktir við hún. Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hvert og eitt heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira

Spila vist í Hlyn

Í lok skólaárs er skólastarf gjarnan með óhefðbundnara hætti en mikilvægt nám engu að síður. Nemendur sjötta bekkjar fóru í heimsókn í Hlyn, félagsheimili eldri borgara á Húsavík og nágrenni og spiluðu félagsvist. Vel var tekið á móti nemendum og þeim boðið upp á kökur, pönnukökur og safa. Sömuleiðis sáu eldri borgarar um verðlaun í félagsvistinni.
Lesa meira

Hvalaskólinn og steypireiðar

Húsavík er hvalaskoðunarhöfuðborg Evrópu og hingað leggja mörg leið sína til að berja hvalina augum. Í fimmta bekk höfum við verið með hvalaskóla í samstarfi við Hvalasafnið á Húsavík. Í vikunni fóru nemendur fimmta bekkjar einmitt í hvalaskoðun sem lokahnykk í vinnu nemenda með flóru og faunu.
Lesa meira

Um borð í Fridtjof Nansen

Farþegarskipið Fridjof Nansen hafði viðkomu í Húsavíkurhöfn í fjórða og síðasta skipti þetta sumarið í vikunni. Skipið er nefnt eftir norska landkönnuðinum Fridtjof Nansen sem undirbjó sig hér á landi fyrir fyrsta leiðangur yfir Grænlandsjökul árið 1888. Skipið var smíðað árið 2016 og hentar sérstaklega vel til heimskautasiglinga. Skipið gerir út á leiðangursupplifun og vísindasmiðja er um borð.
Lesa meira