Fréttir

Að kenna lykilhæfni

Yfir hvaða hæfni og færniþáttum þarf einstaklingur að búa? Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um lykilhæfni. Henni er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og tengjast öllum námssviðum. Lykilhæfni snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mati á eigin námi.
Lesa meira

210% bæting í blaðsíðusöfnun

Við kynnum með gleði og stolti árangur okkar í lestrarátaki liðinnar viku. Markmið okkar var að lesa meira en 2500 blaðsíður en niðurstaðan var langt umfram væntingar, um 210% bæting frá fyrra árið eða 7117 blaðsíður sem nemendur og starfsfólk lásu á bókasafninu okkar.
Lesa meira

Eignir unga fólksins

Með auknum fjölda tækja sem ungmenni hafa meðferðis í skóla er mikilvægt að gera sér grein fyrir virði þeirra. Við viljum að tæki og tól séu örugg í skólanum. Við beinum því til foreldra að ræða um þetta heima fyrir og leiðbeini börnum sínum um mikilvægi þessa.
Lesa meira

Lestrarátak í næstu viku

Í næstu viku, dagana 16. til 20. september, verður lestrarátak í skólanum okkar. Við ætlum að endurtaka leikinn frá því á síðasta skólaári með því að safna blaðsíðum sem við lesum. Á síðasta skólaári söfnuðum við 2299 blaðsíðum og markmiðið nú er að bæta það og ná meira en 2500 blaðsíðum. Í átakinu felst að koma á safnið, setjast niður og lesa.
Lesa meira

Sameiginleg glæpasaga á degi bókasafna

Bókasafn veitir aðgang að þekkingu og fjölbreyttu efni. Rými til rannsókna og stuðningur við alla menntun. Sömuleiðis menningarleg varðveisla og stafrænt aðgengi. Bókasöfn eru líka samfélagslegur vettvangur og mikilvæg bæði einstaklingum og samfélaginu öllu.
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis

Sameinuðu þjóðirnar gerðu áttunda september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það er mikil umræða um læsi og lestur í íslensku samfélagi. Það skiptir máli að vekja athygli á mikilvægi læsis. Fjöldi rannsókna sýna að þátttaka foreldra í námi barna sinna styrkir þau í lestri.
Lesa meira

Stútfullt Ólympíuhlaup ÍSÍ af metnaði

Það blés hressilega þegar Ólympíuhlaup ÍSÍ for fram kringum skólann í gær. Hlaupið kallaðist áður Norræna skólahlaupið og hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og líðan.
Lesa meira

Læsir, heimalestur og foreldrar

Elsta dæmi um nafnorðið læsi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1982 en dæmi um lýsingarorðið læs eru frá 17. öld og á það sér því miklu lengri sögu í málinu. Merking hugtaksins læsi byggist á því að vera læs á ritað mál en getur haft nokkuð víðari og margþættari merkingu. Skólinn hefur tekið upp smáforritið Læsir sem heldur utan um lestur nemenda, hversu oft lesið er og hve margar mínútur. Læsir safnar bókum sem nemendur lesa í rafræna bókahillu og hægt að nálgast upplýsingar eftir vikuna, á mánuði og síðan á skólaári.
Lesa meira

Árstíðir og veðurspæjari

Árstíðirnar hafa mikil áhrif á Jörðina og veðrið. Þær stjórnast aðallega af möndulhalla Jarðar og hreyfingu hennar um sólina. Nemendur annars og þriðja bekkjar hafa á þessum fyrstu dögum skóla verið að læra um árstíðirnar og veðrið.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám. Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira