Á skíðum skemmti ég mér

Það er stutt að fara til að komast í góða skíðabrekku. Veður þessa vikuna hefur verið stillt og fallegt. Því buðum við nemendum fjórða til og með tíunda bekk að fara á skíði í Reyðarárhnjúk eða Höskuldsvatnshnjúk auk þess að fara í göngutúr frá skólanum og renna sér í Neðri-Skálamel. Við fengum Fjallasýn til að aka með nemendur upp á skíðasvæði sem leið lág meðfram Kötlubrúnum, upp á Grásteinsheiði og Grjóthálsinn þar sem útsýnið var ægifagurt enda víðsýnt.

 

 Við viljum þakka frístundasviði Norðurþings kærlega fyrir liðlegheitin og góða samvinnu. Sömuleiðis foreldrum enda fyrirvarinn skammur. Það er skemmtilegt að brjóta hefðbundið skólastarf upp með útivist og nýta það sem nágrennið hefur upp á að bjóða. Nemendur undu sér vel í brekkunni eins og sjá má á myndum HÉR.


Athugasemdir