Að bjarga gjafalista jólasveinsins

Í kappi við tímann
Í kappi við tímann

Að leysa vandann – að komast út úr herberginu. Svokölluð Escape-herbergi hafa notið mikilla vinsælda víð um heim. Að opna eldmóðinn af því að læra. Breakout Edu svipar til "escape" leikja. Nemendur standa frammi fyrir vanda sem þeir þurfa að leysa með því að ráða fram úr vísbendingum í sameiningu og ná að opna kassann áður en tíminn rennur út.

Í vikunni opnaði Verkstæði jólasveinsins á unglingastigi þar sem nemendur þurfa að hjálpa sveinka að ná gjafalistanum úr læstum kassa áður en klukkan slær sex og bjarga þannig jólunum. Þetta er eitt af verkefnum jólalotunnar í Bland í Borgó.


Athugasemdir