Að elda úti

Nemendur á öllum aldri voru duglegir að elda úti með heimilisfræðikennaranum. Þá er gengið upp í skógrækt, kveikt upp í og krásir bornar fram. En fyrir nokkrum árum var útbúin þar hugguleg aðstaða til útiveru og eldunar. Fyrir nokkru gaf Kvenfélag Húsavíkur hverskonar búnað til matreiðslu utandyra, s.s. pönnur, grillgrind, ketil og áhöld til verksins. Skólinn þakkar Kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina og minnir á hversu mikilvægt það er að eiga velunnara.


Athugasemdir