- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Yfir hvaða hæfni og færniþáttum þarf einstaklingur að búa? Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um lykilhæfni. Henni er ætlað að stuðla að alhliða þroska nemenda og tengjast öllum námssviðum. Lykilhæfni snýr að hæfni í tjáningu og miðlun, skapandi og gagnrýninni hugsun, sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga og ábyrgð og mati á eigin námi.
Nemendum áttunda, níunda og tíunda bekkjar er boðið upp á stöðvavinnu sem felur í sér kennslu sem tengjast lykilhæfni og áhersla m.a. lögð á samvinnu, samskipti, sjálfstæð vinnubrögð að nemendur læri að þekkja styrkleika sína.
Á þessu skólaári er boðið upp á stöðvar sem fjalla um grunn í forritun, Break-out (escape-game), fylgstu með sem fjallar um að nemandi líti inn á við sem neytandi og njótandi, leikir og listsköpun, ábyrgð á eigin heilsu, framkoma, verkleg eðli- og efnafræði og spil. Hver hópur fer þrisvar á hverja stöð auk þess eru uppbrot í formi fyrirlestra, útiveru o.fl.
Þessi kennsla, Stöðvar hefur reynst og gefist vel enda fyrirkomulagið fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |