Að rannsaka hið smáa

Hér skoða nemendur fálmarana
Hér skoða nemendur fálmarana

Nemendur í fyrsta bekk finna ýmislegt áhugavert á skólalóðinni. Þeir fundu geitung fyrir nokkrum dögum og vildu rannsaka hann betur. Nemendur fengu örkennslustund þar sem stærðir hluta voru skoðaðar, allt frá stærstu stjörnuþokum niður í bylgjulengdina inn í örbylgjuofninum. Sömuleiðis skoðuðu þeir geitunginn góða í smásjá.

Þeir skoðuðu oddinn sem stingur, augun sem sjá og líkamsbyggingu geitunga. Kennarar hvöttu nemendurna til að færa sér ýmislegt smátt til að skoða betur enda margt að sjá í veröld þeirra minni.


Athugasemdir