Aðventubocciamót skólans

Nemendur sjötta og sjöunda bekkjar tóku þátt í aðventubocciamóti í dag. Mótið er nú haldið í annað sinn. Þátttaka var mjög góð og var keppt í þremur riðlum. Markmiðið með mótinu er að skapa ánægjulega samveru og gleðistundir. Allir keppendur fengu þátttöku verðlaun sem var hin glæsilegasta bollakaka. Starfsfólk Íþróttahallinnar aðstoðuðu við dómgæslu. Vonandi er mótið hluti af komutíma jóla og fastur liður í skólastarfinu fyrir jól.


Athugasemdir