Aflétting og sóttvarnir

Á miðnætti í kvöld taka rýmri sóttvarnartakmarkanir gildi samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda. Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Áfram er grímuskylda sem tekur mið af nándarreglunni. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.

Ný skólareglugerð tekur sömuleiðis gildi og gildir til 24. febrúar næstkomandi. Áfram er undanþága frá fjöldatakmörkunum í umgangsrýmum eins og við innganga, í anddyri, göngum og mötuneyti. Blöndun námshópa er heimil og starfsfólki heimilit að fara á milli rýma. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 1 metra nálæðgarreglu sín á milli og gagnvart nemendum skal það bera andlitsgrímu. Nemendur eru áfram undanþegnir grímuskyldu. Nemendur skulu ekki vera fleiri en 50 í hverju rými.

Ef nemandi smitast af covid-19 óskum við þess að foreldrar láti skólann vita með því senda póst á umsjónarkennara eða á netfang skólans, skoli@borgarholsskoli.is varðandi smit eða sóttkví. Skólum er gert að skrá og halda utan um upplýsingar vegna covid-19. En foreldrar geta ekki skráð börn sín í sóttkví í gegnum mentor. Við minnum á að ef smit kemur upp á heimili þá fara börn í sóttkví og mæta ekki í skólann á meðan henni stendur.


Athugasemdir