Aldurstakmörk og netöryggi

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var haldinn í liðinni viku. Hann er haldinn árlega víða um heim til að vekja athygli á öryggi barna á neti og til að hvetja til góðra samskipta á neti. Á Íslandi er hann skipulagður af SAFT. SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi.

Vita foreldrar almennt um aldurstakmörk til að stofna aðgang á samfélagsmiðlum?

  • Facebook 13 ára
  • Snapchat 13 ára
  • Instagram 13 ára
  • TikTok 13 ára (en mælt með 16 ára)
  • Twitter 13 ára
  • WhatsApp 16 ára
  • YouTube 18 ára (13-17 ára með leyfi foreldris)

Annað slagið birtast vefsíður á netinu sem bjóða upp á nafnlaus samskipti. Smáforrit sem heitir YOLO er nú markaðssett fyrir unglinga. Í því felst að fólk getur sent hverjum sem er sem er með forritið spurningu án þess að koma fram undir nafni. Einhverjir foreldrar gætu kannast við forrit eins og ASK.FM eða Formspring sem voru markaðssett í sama tilgangi á sínum tíma.

Merki YOLO


Athugasemdir