- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Sameinuðu þjóðirnar gerðu áttunda september að alþjóðadegi læsis árið 1965. Það er mikil umræða um læsi og lestur í íslensku samfélagi. Það skiptir máli að vekja athygli á mikilvægi læsis. Fjöldi rannsókna sýna að þátttaka foreldra í námi barna sinna styrkir þau í lestri.
Þegar hugtakið læsi ber á góma leiða mörg fyrst hugann að umskráningarferli lestrar, því að þekkja stafi og hljóð og geta lesið texta með því tengja saman stafatákn og hljóðmyndir. Sú færni er vissulega mikilvægur þáttur í læsi en til að gagn verði af lestrinum er nauðsynlegt að geta túlkað og skilið það sem lesið er. Í dag er læsi því skilgreint sem þekking og leikni til skynja, skilja, túlka, gagnrýna og miðla texta í víðum skilningi. Læsiskennsla felur þar af leiðandi í sér fjölbreytta vinnu með mál, samskipti og miðlun.
Það er margt sem foreldrar geta gert til að efla lestraráhuga:
HÉR má sjá leiðir til stuðnings við heimalestur.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |