Barnaráðstefna

Kynning á hópastarfi.
Kynning á hópastarfi.

Í lögum um umboðsmann barna er kveðið á um að haldið verði annað hvert ár þing um málefni barna. Umboðsmaður barna boðar til þingsins og kynnir niðurstöður og ályktanir þess fyrir ríkisstjórn. Barnaþing skapar reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að láta skoðanir sínar í ljós og gefur stjórnvöldum tækifæri á að fylgja hugmyndum þeirra eftir og koma tillögum þeirra í framkvæmd.

Nýlega boðaði mennta- og barnamálaráðuneyti hinsvegar til barnaráðstefnu á Akureyri. Á ráðstefnunni var litið á niðurstöður nýafstaðinnar kortlagningu ráðuneytisins á þátttöku barna á Íslandi, auk þess sem unnið verður með niðurstöður Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem tók út stöðuna á réttindum barna á Íslandi á síðastliðnu ári. Borgarhólsskóli sendi fjóra fulltrúa á ráðstefnuna, þau Bjart Vignisson, Elvu Rut Birkisdóttur, Hörð Mar Jónsson og Karólínu Ösp Henningsdóttur. Við þökkum þeim kærlega fyrir að vera fulltrúar skólans á ráðstefnunni. Þau komu skoðun sinni á framfæri í hópavinnu og stóðu sig reglulega vel.


Athugasemdir