- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Nemendur níunda bekkjar hafa undanfarið fjallað um mannslíkamann í náttúrugreinum. Umfjöllun og námið hefst á blóðrásarkerfinu. Að því loknu er farið í öndunarfærin; hvernig lungu flytja súrefni um allan líkamann og koltvísýring út. Til að rýna betur í málið og kafa dýpra í viðfangsefnið var blásið í lungu.
Nemendur könnuðu bæði lamba- og nautalungu sem vakti mikla forvitni og áhuga. Nemendur blésu lofti í lungun og fylgdust með þeim þenjast út og dragast saman. Lifandi og áhugaverð leið til að sjá ferlið í verki. Í námskrá er kveðið á um að nemendur geti krufið líffæri sem líkjast líffærum mannslíkamans, skoðað innri og ytri byggingu þeirra sem og að tjáð sig um samspil líffærakerfa og breytinga í einu kerfi sem hafa áhrif á önnur.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |