Börn og netmiðlar

Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna.

Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr stjórnendahlutverki í leiðsagnarhlutverk. Með því að kenna börnum að nýta sér nútímatækni og allar þær skemmtilegu nýjungar sem í boði eru má beina þeim í heilbrigða átt og styðja þau á margvíslegan hátt.

Við hvetjum foreldra til að gefa sér tíma og horfa á þetta fræðsluerindi hér að neðan um börn og samfélagsmiðla. Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlarnefnd fer yfir helstu niðurstöður úr víðtækri rannsókn á stafrænu umhverfi barna á Íslandi sem nefnist „Börn og netmiðlar.“

Vinsælustu samfélagsmiðlarnir, tækjaeign, aldurstakmörk, nethegðun, deiling nektarmynda, klám, öryggi á netinu og tölvuleikir.

HÉR má finna bækling um börn og miðlanotkun sem Heimilis og skóli, Fjölmiðlanefnd, SAFT gáfu út ásamt mennta- og menningarmálaráðuneyti.


Athugasemdir