Breyting á útivistartíma

Nú breytist leyfilegur útivistartími
Nú breytist leyfilegur útivistartími

Í dag, fyrsta september, breytist leyfilegur útivistartími barna samkvæmt útivistarreglum. Þær eru þannig að börn 12 og yngri mega vera úti til 20:00 og börn á aldrinum 13 til og með 16 ára mega vera úti til 22:00. Foreldrar og forráðamenn hafa fullan rétt til að stytta þann tíma. Útivistarreglurnar eru landslög. Aldur miðast við fæðingarár. En bregða má út af reglunum þegar börn á aldrinum 13 til og með 16 ára eru á leið heim af viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Lesa má nánar um reglurnar með því að smella HÉR. Foreldrar bera ábyrgðina. Stundum þarf að halda fast um tauminn þótt það veki tímabundnar mótbárur. Við berum ábyrgð á uppeldi og velferð barnanna og reynum að haga uppeldinu þannig að börnin verði ekki fyrir áföllum. Útivistarreglur eru eins og umferðarreglur; því fleiri sem virða þær þeim mun auðveldar ganga hlutirnir fyrir sig. Hugsum til hinna foreldranna áður en við gefum lausan tauminn.


Athugasemdir