Dagur iðjuþjálfa og skólataskan

Fyrir nokkur var haldinn dagur iðjuþjálfa. Hlutverk iðjuþjálfa er að efla iðju, þátttöku, heilsu og velferð einstaklinga á öllum aldri. Skjólstæðingshópur iðjuþjálfa samanstendur af einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að taka fullan þátt í daglegum athöfnum en iðjuþjálfar greina hvað veldur iðjuvanda með því að skoða samspil einstaklings, iðju og umhverfis.

Eitt af því sem iðjuþjálfi gerir er að skoða skólatöskur nemenda. Með svokölluðum Skólatöskudögum í grunnskólum hafa iðjuþjálfar lagt sitt að mörkum til að aðstoða nemendur að átta sig á mikilvægi þess að nota skólatöskuna rétt. Auk fræðslu er boðið upp á vigtun á skólatöskum til að kanna hvort þyngd töskunnar sé hæfileg fyrir barnið.

Að pakka/raða í skólatösku:

  • Veljið rétta stærð af tösku fyrir bak barnsins.
  • Ekki er æskilegt að barn beri tösku sem vegur meira en 10% af líkamsþyngd.
  • Setjið þyngstu hlutina sem næst baki barnsins og skipuleggjið hluti í töskunni þannig að þeir séu stöðugir og renni ekki til.
  • Farið daglega yfir það sem barnið ber með sér í og úr skóla.
  • Þá daga sem taskan er yfirhlaðin getur barnið t.d. borið bækur eða íþróttatöskuna í fanginu.
  • Foreldrar geta aðstoðað börn sín við að raða í töskuna og hjálpað til við að stilla hana.

Athugasemdir