Dagur íslenskrar náttúru - ganga og útivist

Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið allt umlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Þeir sem nýta sér samfélagsmiðla í tengslum við daginn eru minntir á myllumerkin #íslensknáttúra og #DÍN.

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Veðurblíðan hefur verið með besta móti og því ákveðið að nýta hana til að njóta í dag enda einn hlýjasti dagur sumars.

Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér enda útlandastemning í lauginni. Í öðrum og þriðja bekk var haldið upp í fjall og inn í skóg í leik og sprell. Nemendur fjórða og fimmta gengu út á Húsavíkurhöfða og áleiðis til fjalls áður en haldið var heim á leið.

Sjöttu og sjöundi bekkur gekk upp að Botnsvatni og hringinn um spegilslétt vatnið. Nemendur kíktu á bæði síli og ber. Unglingarnir gengu suður að Æðarfossum meðfram ströndinni og sömuleiðis upp Skógargerðisdalinn til að kæla sig.

Að lokinni göngu og útiveru fengu nemendur grillaðar pylsur og svaladrykk. Dagurinn var hin ágætasti og allir nemendur tóku þátt. Þeir eru margir litlu sigrarnir og því ber að fagna.

Myndir frá deginum má sjá HÉR.


Athugasemdir