Draumavík fjórðu bekkinga

Sviðlistagjörningur við Kvíabekk
Sviðlistagjörningur við Kvíabekk

Hvað ef krakkar réðu öllu? Væri heimurinn betri eða kannski miklu verri? Hvaða vald hafa krakkar sem er fullorðnum hulið? Krakkaveldi eru samtök krakka sem vilja breyta heiminum. Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Nemendur fjórða bekkjar tóku þátt í að skapa krakkaveldi í vikunni ásamt leiðbeinendum verkefnisins. Verkefnið kallast Barnabærinn sem er vinnusmiðja Krakkaveldis. Nemendur fóru á milli listar og aktívisma þar sem unnið var með stjórn, stjórnleysi og útópískar lausnir á raunverulegum viðfangsefnum. Húsavík varð að Draumavík og það er greinilega að krakkarnir vilja fá fleiri skyndibitastaði eins og sjá mátti á kröfuspjöldum þeirra. Nemendur buðu gestum á sýninguna og fylktu svo liði í Skrúðgarðinn þar sem sviðlistasýning fór fram.

 

Við upphaf sýningarinnar


Athugasemdir