Efnahvarfið og eldgos

Hér gaus
Hér gaus

Nemendur tíunda bekkjar hafa undanfarið verið að læra efnafræði. Þau hafa kynnt sér lotukerfið, eignleika efna og hvernig mismunandi frumefni tengjast og mynda ný efni. Til að tengja fræðin við verklega kennslu bjuggu þau til eigin eldfjall. Nemendum var skipt í hópa, föndruðu fjallaðið með flösku í miðju fjallsins og blönduðu saman matarsóda, ediki og matarlit. Við það gýs, það myndast gas og vökvi gusast upp úr fjallinu.

Við efnahvarfið myndast koldíoxíðgas sem veldur því að vökvinn freyðir og gýs upp úr flöskunni. Nemendur skoðuðu hvarfið; NaHCO₃+CH₃COOH→CH₃COONa+H₂O+CO₂↑. Verkefnið var bæði fræðandi og skemmtilegt. Það styður að tengja saman fræðilegt og verklegt og til verður þekking og raunveruleg upplifun af efnafræðilegum viðbrögðum.