Ég sá mömmu kyssa jólasvein á Sal

Hér er vel tekið undir svo ómaði um skólann.
Hér er vel tekið undir svo ómaði um skólann.

Það er löng hefð fyrir söngstund á Sal skólans. Í desember hittast allir nemendur á söngsal í þrígang og syngja saman jólalög. Ásta Magnúsdóttir leikur undir á flygilinn. Eldri nemendur sækja gjarnan þá yngri og bjóða þeim með sér á sal. Þannig verður til samvinnunám við bæði nýja söngtexta og söng.

Nemendur tóku hressilega undir á söngsal í morgun eins og hér má heyra í laginu Ég sá mömmu kyssa jólasvein.

 


Athugasemdir