Ég vel mig

Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur.  Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum. Sjálfstraustið tengist því á því hvernig við tölum við okkur sjálf.  Þótt það hljómi kannski skrítið þá erum við að tala við okkur sjálf alla daga þ.e.a.s. gerum athugasemdir í huganum við það sem við segjum og gerum.  Þetta kallast sjálfvirk hugsun og við verðum yfirleitt lítið vör við hana vegna þess að við erum svo vön henni.  Líkt og reyndir bílstjórar taka varla eftir þegar þeir skipta um gír, þeir eru orðnir svo vanir því.

 

Nemendur fyrsta bekkjar voru að vinna með verkefnið Ég vel mig. Í því er áhersla á að hver maður á að vera sáttur við sjálfan sig eins og hann er og fagna fjölbreytileikanum. Við erum öll allskonar, eigum það sameiginlegt að vilja líða vel og vera samþykkt eins og við erum. Nemendur unnu hvers konar verkefni þessu tengdu eins og sjá má á myndunum hér að neðan.


Athugasemdir