- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Með auknum fjölda tækja sem ungmenni hafa meðferðis í skóla er mikilvægt að gera sér grein fyrir virði þeirra. Við viljum að tæki og tól séu örugg í skólanum. Við beinum því til foreldra að ræða um þetta heima fyrir og leiðbeini börnum sínum um mikilvægi þessa.
Sérfræðingar varar við því að þessi verðmætu tæki og hlutir geti auðveldlega orðið fyrir skemmdum ef ekki er farið varlega með þá. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að foreldrar og kennarar leiðbeina ungmenni um mikilvægi þess að fara vel með eigin eignir, sem og að virða eigur annarra. Að virða eignir annarra og gæta þess að skemma ekki hlutina, er hluti af ábyrgð og menntun í skólaumhverfi. Skólinn ber hvorki ábyrgð á né bætir tjón á eigum nemenda sem glatast eða skemmast.
Chromebook fartölva sem nemendur áttunda, níunda og tíunda hafa til afnota og mega fara með heim sem og nemendur sjötta og sjöunda sem þeir hafa til afnota í skóla kostar um 55 þús. krónur. Ef við búum til dæmi um nemanda sem á síma sem kostar 150 þús. kr, hann notar airpods sem kosta 30.000 kr., gengur um í úlpu upp á 25.000 kr. og fatnaði upp á 15.000 kr. og notar mögulega tölvu sem kostar 85.000 kr. Samtals gæti nemandi verið með virði eigna sem nemur 200.000 kr. fyrir utan fartölvu.
Sími 150-200 þús. kr.
Fartölva 85 þús. kr
Chromebook 55 þús. kr.
Airpods 30000
Fatnaður; dúnúlpa, skór o.fl. 40 þús. kr.
Með því að leggja áherslu á varúð, öryggi og virðingu, getum við tryggt að dýrmætir hlutir ungmenna séu ekki í hættu og að allir nemendur geti notið skólagöngu sinnar án ótta við að eignir þeirra skemmist eða tapist.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |