Eiki sómir sér vel á Héraðsskjalasafninu

EIKI 16mm sýningarvél sem skólinn færði Héraðsskjalasafninu að gjöf.
EIKI 16mm sýningarvél sem skólinn færði Héraðsskjalasafninu að gjöf.

Það kennir ýmissa grasa í geymslum skólans, á skólabókasafninu eða einhverjum ganganna. Kennslutæki og -tól hafa breyst hratt síðastliðna áratugi. Tæki úreldast og önnur taka við. Á starfsmannagangi skólans er lítil sýning með gömlum kennslugögnum sem vekja athygli nemenda og gesta sem koma í skólann.

Nýlega fór starfsfólk skólans með gamla muni á Héraðsskjalasafn Þingeyinga til athugunar. Eitt af því var EIKI 16mm sýningarvél með hljóðrás. Samkvæmt upplýsingum frá héraðsskjalaverði þá er nokkuð til af 16mm filmum og lítið vitað um efni þeirra og innihald. Safnið hefur leitað að slíkri vél undanfarin ár og því var þessi gjöf skólans kærkomin. Skipta þurfti um reimar og peru í vélinni.

Vélin var notuð í kennslu og sýningar á efni á sínum tíma og enn fólk við störf í skólanum sem man eftir vélinni sem er talin vera síðan kringum 1960.


Athugasemdir