Enginn skóli á morgun – No school tomorrow

Í dag tilkynntu stjórnvöld nýjar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Nýjar sóttvarnarreglur fyrir almenning munu gilda fyrir næstu þrjár vikur um leið og nýjar reglur um skólastarf gilda til 31. mars næstkomandi.

Reglurnar gilda um allt land og margvíslegri starfsemi í samfélaginu verður lokað. Samkvæmt reglunum er grunnskólum og Frístund lokað. Nemendur skólans og Frístundar eru því komnir í páskafrí.

Við munum halda foreldrum og nemendum upplýstum um framhaldið þegar upplýsingar um það liggja fyrir.

 

Vonandi skila aðgerðir stjórnvalda tilætluðum árangri og með samvinnu og elju að leiðarljósi förum við saman í gegnum þennan kafla orustunnar við veiruna.


Athugasemdir