Skóla frá 5. maí / School from the 5th of May

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. maí. Mánudagurinn 4. maí er með sama hætti og skóladagurinn hefur verið undanfarnar vikur. Nemendur og starfsfólk notar þann dag til flutninga og þrifa á sínum svæðum.

Við munum áfram huga að sóttvörnum og þrifum enda enn neyðarstig almannavarna í gildi. Allar þær leikreglur sem settar hafa verið eru í fullu gildi fyrir okkur sem erum komin af grunnskólaaldri. Skólinn er því aðeins opinn nemendum og starfsfólki. Það eru aðeins 23 dagar eftir af skólaárinu. Skólaslit verða eflaust með breyttu sniði og verða þau auglýst síðar. Frístund hefst mánudaginn 4. maí og veitir Kristinn Lúðvíksson, forstöðumaður upplýsingar um hana, kristinn@nordurthing.is.

 

Frá 5. maí

  • Kennt samkvæmt stundatöflu. Það á við um allar námsgreinar.
  • Hafragrautur í boði milli 0750 og 08.15.
  • Ávaxtastund
  • Hádegismatur
  • Nemendur geta nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfa, námsráðgjafa, sálfræðings o.s.frv.
  • Tónlistarskólinn.
  • Skólaslit 5.júní.

 

Þetta er lokaspretturinn á skólaárinu og við þökkum sérstaklega fyrir velviljann, stuðninginn og skilninginn síðastliðnar sex vikur. Saman hefur okkur; nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans tekist að halda í jákvæðnina, sveigjanleikann og kærleikann gagnvart hvert öðru á þessum einkennilega tíma. Tökum það jákvæða með okkur inn í framhaldið.


Athugasemdir