Heimsókn frá Slökkviliði Norðurþings

Nemendur þriðja bekkjar fengu nýlega góða heimsókn frá Eldvarnareftirliti og Slökkviliði Norðurþings. Þeir Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og Rúnar Traustason, varðstjóri voru með fræðsluerindi um eldvarnir. Fyrir jól er fólk hvatt til að skipta um batterí í reykskynjurum, huga að kertaskreytingum o.fl.

Nemendur fengu endurskinsmerki að gjöf. Þrátt fyrir hvíta jörð er sólin lægst á lofti þessa daga en birting var klukkan 9:56 á Húsavík og myrkur aftur kl. 16:12 í dag. Sömuleiðis fengu nemendur litabók og fræðsluefni til að fara með heim. Við þökkum eldvarnareftirliti og slökkviliði kærlega fyrir góða heimsókn.


Athugasemdir