Fjölbreytt stærðfræði í skólabyrjun

Stærðfræðikennsla hjá unglingunum hefur verið með fjölbreyttu sniði í upphafi skólaárs. Við höfum notað þetta góða haust enda besta sumar það sem af er ári. Nemendur í áttunda bekk voru að læra um hringi og hyrninga og nemendur níunda bekkjar að læra um talnamengi.

Nemendur tíunda bekkjar hafa verið að hanna og smíða líkön af húsum á Húsavík eða öðrum áhugaverðum byggingum. Notast var við afgangs efnivið úr smíðstofunni og verða líkön til sýnis á samtalsdegi heimilis og skóla. Unnið var með grunnþætti menntunar eins og heilbrigði og velferð enda nemendur í hreyfingu og utandyra.

Fleiri myndir má finna HÉR.


Athugasemdir