Fyrirkomulag Litlu jóla

Síðasta skóladag fyrir jól er hefð fyrir því að halda Litlu jólin. Þá koma nemendur saman í sínum kennslustofum og eiga saman notalega jólastund. Að henni lokinni fara nemendur saman á jólaball í sal skólans þar sem jólasveinarnir kíkja í heimsókn og dansað er kringum jólatréð sem nemendur sjöunda bekkjar sækja í skógræktina í fjallinu og nemendur tíunda bekkjar skreyta. Að loknu jólaballi halda nemendur út í jólafrí en kennsla heldur áfram á nýju ári fimmtudaginn 3. janúar.


Athugasemdir