Fyrsti bekkur og fiskarnir

Fyrsti bekkur fræðist um fiska
Fyrsti bekkur fræðist um fiska

Á Safnahúsinu á Húsavík er mikill fjársjóður þekkingar og sögu. Nemendur fyrsta bekkjar hafa verið að læra um fiska í kringum Ísland. Bókin Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur var gæðatextinn sem lesinn var fyrir nemendur. Nemendur unnu með orðin og innihald sögunnar á fjölbreyttan hátt eftir aðferðum Byrjendalæsi.

Nemendur fóru síðan í heimsókn á Safnahúsið. Þar fengu þeir góðar móttökur og urðu margs vísari eftir að hafa skoðað uppstoppaða fiska, báta og annað tengt sjávarútvegi á Sjóminjasafninu.


Athugasemdir