Gamla hefðin að skrifa jólakort

Uppruni þess að skrifa og senda jólakort má rekja til Englands þegar Henry Cole nokkur lét prenta fyrsta jólakortið árið 1843 í þeim tilgangi að óska vinum og vandamönnum gleðilegra jóla á einfaldan og kurteisan hátt. Hugmyndin sló strax í gegn og breiddist hefðin út um alla Norður-Ameríku og Evrópu. Tilgangurinn er að viðhalda tengslum, sýna kurteisi og hlýju, deila óskum og friði.

Dregið hefur verulega úr þessum sið með komu tölvupósts og síðar samfélagsmiðla. Nemendur miðstigs skrifuðu jólakort í vikunni og dreifðu meðal bæjarbúa í námunda við skólann. Hæfniviðmið kveða á um að nemendur geti skrifað mismunandi textagerð. Jólakort er ein gerð textasmíði. Nemendur sýndu verkefninu mikinn áhuga og gekk vel að dreifa í nærliggjandi hús og óhætt að segja að það vakti lukku meðal bæjarbúa. Við þökkum góðar viðtökur.