Geðlestin á Húsavík

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar kynnir dagskránna.
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar kynnir dagskránna.

Geðlest­in, geðfræðsla fyr­ir nem­end­ur í efri bekkj­um grunn­skóla og fram­halds­skóla kom við í skólanum okkar í morgun. Um er að ræða sam­starfs­verk­efni Geðhjálp­ar og Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 sem er ætlað að vekja at­hygli á mik­il­vægi geðheilsu og vernd­andi þátt­um henn­ar. Mark­miðið með Geðlest­inni er að ræða við ungt fólk um geðheilsu og hvernig best sé að rækta hana og vernda.

Hvetja nem­end­ur til þess að tjá sig

Hver heim­sókn fer þannig fram að fyrst varr sýnt mynd­band, þá sagði ung­ur ein­stak­ling­ur frá sinni per­sónu­legu reynslu af geðræn­um áskor­un­um, eft­ir það voru umræður í gegnum netið og í lok­in var stutt tón­list­ar­atriði. Það var mikil stemning í Salnum svo þakið ætlaði af húsinu. Geðlest­in er styrkt af fé­lags­mála- og heil­brigðisráðuneyt­um.

Það er mikilvægt að læra að stundum er lífið leiðinlegt og erfitt og það þurfi ekki alltaf að þýða eitthvað alvarlegt eða slæmt. Mótvindur verður skyndilega meðvindur og engin brekka er endalaus.

Það á að vera jafn eðlilegt að huga að geðheilsu sinni eins og líkamlegri heilsu. Það er hægt að gera með því að koma sér upp heilbrigðum venjum, líkt og að iðka þakklæti, eiga sér áhugamál, hreyfa sig, borða hollt, fá nægan svefn, treysta, eiga góða vini, rækta með sér seiglu og þrautseigju, vera umburðarlynd(ur), hjálpa öðrum, sýna tillitssemi, tjá sig svo fátt eitt sé nefnt.

Fræðsla eins og þessi þar sem einstaklingur segir frá lífsreynslu sinni getur kallað fram viðbrögð hjá þeim sem hlusta og því er mikilvægt að forráðamenn séu meðvitaðir og ræði við börn sín að fræðslunni lokinni. Það er einnig mikilvægt að kennarar og aðrir starfsmenn skóla fylgist með viðbrögðum nemenda í kjölfarið.

Heimasíða verk­efn­is­ins er www.ged­lest­in.is en þar er að finna hin ýmsu verk­færi til geðfræðslu. Við þökkum lestinni fyrir komuna.

 

 


Athugasemdir