- Skólinn
 - Nemendur
 - Foreldrar
 - Jákvæður agi
 - Bland í Borgó
 - Farsæld barna
 - Byrjendalæsi
 
Fyrir nokkru frumsýndu nemendur tíunda bekkjar leikritið Grease í leikstjórn Karenar Erludóttur. Uppsetning á leiksýningu er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag. Sýningin hlaut afar góða dóma og sýnt var fyrir fullum sal á öllum sýningum. Krakkana langaði til að hafa aukasýningu enda mikil eftirspurn.
Það kviknaði sú hugmynd að halda góðgerðarsýningu enda höfðu nemendur náð fjáröflunarmarkmiðum sínum fyrir ferðina í samstarfi við kennarann sinn, Nönnu Möller. Samfélagið hefur stutt vel við bakið á nemendum og vildu sýna velvilja og skila ágóða einnar sýningar til samfélagsins. Velferðarsjóður Þingeyinga varð fyrir valinu. Í morgun fóru nemendur bekkjarins ásamt kennaranum sínum til fundar við sóknarprest við Húsavíkurkirkju hvar hún tók á móti ágóða einnar sýningar að gjöf sem var 185.500 kr. sem renna í sjóðinn.
| 
 Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is  | 
 Skrifstofa skólans er opin frá   | 
