Gjöf frá Kvenfélagi Húsavíkur

Drengir í tíunda bekk hafa það huggulegt í nýja sófanum.
Drengir í tíunda bekk hafa það huggulegt í nýja sófanum.

Þórunnarsjóður var á sínum tíma til minningar um Þórunni Havsteen, sýslumannsfrú á Húsavík. Kvenfélag Húsavíkur hélt utan um sjóðinn en hann var nýlega lagður niður. Að því tilefni gaf Kvenfélag Húsavíkur skólanum veglega gjöf.

Gjöfinni var ætlað fyrir nemendur skólans og því ákveðið að kaupa sófa fyrir unglingana okkar. Sófinn kostaði um hálfa milljón og við þökkum Kvenfélagi Húsavíkur og Þórunnarsjóði kærlega fyrir gjöfina sem kemur sér reglulega vel eins og sjá má.


Athugasemdir