- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í dag er sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Sumardagurinn fyrsti var gerður að frídegi með lögum nr. 88, 24. desember 1971.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |