Græn kærleikskeðja

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.

Undanfarin ár höfum við unnið að ýmsum viðfangsefnum í tengslum við þennan dag. Í ár hittust vinabekkir skólans; fyrsti og sjötti, annar og sjöundi og þannig upp í fimmta og tíunda. Eftir samveruna fóru nemendur og starfsfólk út og mynduðu kærleikskeðju frá leikskólanum Grænuvöllum, gegnum skólann okkar og upp að Framhaldsskólanum á Húsavík. Nemendur og starfsfólk framhaldskólans tók sömuleiðis þátt í keðjunni. Grænt hjarta var látið ganga upp keðjuna en grænt er tákn þess sem aðstoðar, hjálpar og styður.


Athugasemdir