Hælkrókur og sniðglíma

Þjóðaríþrótt Íslendinga er Glíma. Glíma er íþrótt sem reynir á tækni, snerpu, líkamlegt atgervi og fimi. Í glímu eigast við tveir einstaklingar með tök í belti og reyna að leggja hvorn annan með byltu án þess að missa jafnvægið sjálfir. Saga glímu spannar tímann frá landnámi til dagsins í dag og hefur haft áhrif á sögu og menningu Íslendinga svo um munar.

Við fengum heimsókn frá Glímusambandi Íslands í morgun. Nemendur fimmta, sjötta og sjöunda fengu kynningu á þessar þjóðaríþrótt og grunnatriðum glímunnar. Að taka rétt hald, stíga rétt og svo reyndu nemendur tvö klassísk glímubrögð; hælkrókinn og sniðglímuna. Það gekk ekki þrautalaust en mikil gleði og áhugi meðal nemenda. Við þökkum Glímsambandinu kærlega fyrir komuna en auk þess færði sambandið okkur bókagjöf um glímuna.