Háskólabrautarpallurinn á Borgarhóli

Fyrsta ferð Háskólalestarinnar var árið 2011 þegar skólinn fagnaði aldarafmæli. Markmiðið með lestarferðinni er að kynna fjölbreytta starfsemi skólans, beina athygli að starfi Rannsóknarsetra í landsbyggðunum og vísindamiðlun til ungs fólks og fjölskyldna. Lestin hafði viðkomu í Borgarhólsskóla í dag.

Nemendum sjöunda, áttunda, níunda og tíunda bauðst að fara um borð og fræðast og sækja fjölmörg áhugaverð námskeið fræðimanna og kennara í Borgarhólsskóla. Boðið var upp á námskeið í íþrótta- og heilsufræði, hönnun vélmenna, hvölum í sýndarveruleika, blaða- og fréttamennsku, stem greinum - plöntum & tónlist, gervigreind, sjúkraþjálfun, FabLab, stjörnufræði og efnafræði.

Síðla dags var boðið til vísindaveislu þar sem öllum bauðst að kanna við hvað nemendur voru að fást yfir daginn. Þar bauðst fólki að kynnast undrum vísinda á gagnvirkan og skemmtilegan hátt. Kennarar skólans sóttu sömuleiðis námskeið í náttúruvísindum og um hvali í sýndarveruleika.

Við þökkum Háskóla Íslands, kennurum og skipuleggjendum kærlega fyrir komuna á Borgarhól.

Myndir frá deginum má finna HÉR.


Athugasemdir