Hefðbundið skólahald - gleðilegt nýtt ár

Í upphaf árs tók ný reglugerð um starf í grunnskólum gildi. Kennsla hefst á morgun samkvæmt upphaflegri stundaskrá. Nemendur fyrsta til og með fimmta bekkjar ganga venju samkvæmt inn að austan, gengt framhaldsskólanum og nemendur sjötta til og með tíunda bekkjar að vestan frá Borgarhóli.

Allir nemendur hafa aðgang að matsal skólans. Nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar frá og með 11. janúar næstkomandi. Hafragrautur er í boði að morgni. Aðgengi að skólanum er eftir sem áður takmarkað. Nemendur mega vera að hámarki 50 í sama rými með undantekningum. Starfsfólk má vera að hámarki 20 samankomið. Starfsfólki er skipt í tvö sóttvarnarhólf og skal notast við grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna.

 

Það mikilvægasta eru persónulegar sóttvarnir eins og handþvottur, sótthreinsun og nálægðarmörk.

 

Við óskum öllum gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári


Athugasemdir