- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Á Skólaþingi Alþingis fara grunnskólanemendur í hlutverk þingmanna. Unnið er með ákveðin málefni sem leidd eru til lykta með starfsháttum og verkferlum Alþingis. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra og skiptast á skoðunum.
Nemendur tíunda bekkjar settust á þing í morgun þegar Alþingi kom í heimsókn. Nemendum fengu fræðsluerindi um Alþingi, starfið, ferlið og fleira. Þá var búið að skipta nemendum upp í fjóra stjórnmálaflokka. Eitt mál var á dagskrá þessa þingfundar en það var hvort taka ætti upp herskyldu á Íslandi. Nemendur tóku virkan þátt bæði á nefndarfundum og þingfundinum sjálfum. Í lok þingfundar voru greidd atkvæði en niðurstaða fengin - herskylda skyldi ekki innleidd hér á landi. Við þökkum Alþingi Íslendinga fyrir komuna til okkar Borgarhólsskóla.
Sjá HÉR um Alþingi sem getur verið gagnlegt og til fróðleiks.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |