Helgi skoðar heiminn í Borgarhólsskóla

Helgi á ferð og flugi.
Helgi á ferð og flugi.

Heimurinn er stór. Hann er stærri en allt túnið. Hann er svo stór að það tekur næstum heilan dag að skoða hann allan. Það er svo margt að sjá; lækjargilið, fuglabjargið, álfatjörnin, áin, fjallið, hraunið og ótal margt fleira. Bókin Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík kom fyrst út árið 1976. Halldór Pétursson myndskreytti bókina sem er ein ástsælasta barnabók sín tíma. Bókin var endurútgefin síðast árið 2014. Fáar íslenskar barnabækur hafa notið meiri hylli og á hún enn erindi við æsku landsins.

Nemendur í öðrum og þriðja bekk luku nýlega við að lsa bókina sem hluta af byrjendalæsi. Þeir bjuggu til söguvegg þar sem sköpun var í fyrirrúmi eins og sjá má á þessum myndum.


Athugasemdir