Hjördís Inga sigraði í Tónkvíslinni

Hjördís Inga á sviði á Tónkvíslinni.
Hjördís Inga á sviði á Tónkvíslinni.

Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Hjördís Inga Garðarsdóttir en hún er nemandi í 9. bekk skólans. Hún flutti lagið The climb sem Miley Cyrus flytur af samnefndri plötu. Við óskum Hjördísi Ingu til hamingju en hún æfir sömuleiðis á píanó og iðkar söngnám við Tónlistarskóla Húsavíkur.


Athugasemdir