- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Danskan er nytjatungumál og opnar raunhæfa möguleika til frekara náms í Danmörku enda eiga Íslendingar söguleg og lagaleg tengsl við Dani. Aðalnámskrá grunnskóla kveður á um kennslu í öðru erlendu tungumáli á eftir ensku frá sjöunda og upp í tíunda bekk. Danskan uppfyllir þær kröfur og allflestir skólar sem nota danska tungu til að ná því skilyrði og því orðið að sjálfgefinni lausn.
Dönskukennsla hjá unglingunum hefur verið afar skemmtileg undanfarið en nemendur hafa unnið með uppskriftir og þýtt yfir á dönsku. Verkefnaskil voru með frjálsri aðferð og mörg fóru þá leið að baka sína uppskrift, tóku ferlið upp á myndband og beittu dönskukunnáttu sinni við talsetningu.
Í lokin var slegið upp veglegu hlaðborði eða smá julefrokost á dönskunni. Nemendur og kennarar gæddu sér á því sem boðið var upp á meðan horft var á matreiðsluþætti og njóta stundarinnar. Dönskutíminn var því bæði bragðgóður og bráðskemmtilegur.
|
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
