Húsdýs & gæludýr

Nemendur í öðrum og þriðja bekk hafa að undanförnu verið að vinna mjög fjölbreytt og skemmtilegt verkefni þar sem margar námsgreinar voru samþættar og unnið með fjölmörg hæfniviðmið úr aðalnámskrá grunnskóla. Þau eru til dæmis að vinna með sérhljóða og samhljóða, taka þátt í samræðu og samstarfi í jafningjahópi, hafa kynnst helstu dýrategundum sem finna má á Íslandi og muninum á villtum dýrum, húsdýrum og gæludýrum ásamt því að kynnast muninum á náttúru og manngerðu umhverfi.

 

Í byrjendalæsi var unnið með bókina Blómin á þakinu og efni hennar fléttað saman við námsefni úr samfélagsfræði sem heitir Halló heimur. Nemendur lærðu um muninn á sveit og borg, húsdýr og gæludýr, afurðir húsdýra og hringrás  íslensku sauðkindarinnar. Inn í þetta fléttaðist svo fjölbreytt stærðfræði og tenging við önnur verkefni frá því fyrr í vetur, um árstíðir, umferð, umhverfi og form.Nemendur unnu vissulega í hefðbundnum verkefnum og námsbókum en mikil áhersla var lögð á skapandi vinnu þar sem nemendur föndruðu bæði sveit og borg, umhverfi og dýr.

HÉR má sjá myndir sem sýna afrakstur verkefnisins.


Athugasemdir