Í minningu Herdísar

Hér er gott að glugga í góða bók.
Hér er gott að glugga í góða bók.

Á efri hæð skólabókasafnsins er búið að koma upp notalegum stað til opna góða bók og lesa - í minningu Herdísar Sigurðardóttur. Hún var kennari við skólann þegar hún lést. Foreldrar samnemenda drengjanna hennar sem eru nemendur skólans, vildu minnast Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Ákveðið var að koma upp þægilegum stað fyrir bæði nemendur og starfsfólk til að setjast niður og njóta lesturs góðra bóka.

Dísa var aðdáandi Harry Potter eftir J. K. Rowling og er viðeigandi að vitna í speki prófessors Albus Dumbledore þar sem segir: Það er val okkar miklu frekar en hæfileikar sem sýnir hvernig við erum í raun og veru.


Athugasemdir