Í myrkrinu

Eitt af kjarnaverkefnum á unglingastigi í yfirstandandi blandlotu er að teikna sjálfsmynd með bundið fyrir augun. Verkefnið kallast Í myrkrinu. Nemendur setja sig í spor þeirra sem sjá ekki og var myndin merkt með blindraletri.

Blindraletur eða punktaletur er ritmál sem blindir og sjónskertir nýta sér til að lesa og skrifa. Með sjóninni skynjum við hluti í heild sinni og afstöðu til annarra hluta. Hún hjálpar okkur líka að tengja saman upplýsingar frá öðrum skynfærum. Ef sjónin er skert er mikilvægt að þjálfa fljótt aðra skynjun eins og snertiskyn, heyrn og lyktarskyn. Blind og sjónskert börn nálgast umhverfi sitt með öðrum hætti en sjáandi börn.


Athugasemdir